Ögmundur lætur sverfa til stáls

Ekki fer framhjá neinum að Ögmundur Jónasson hefur látið sverfa til stáls í baráttunni innan VG - gefur hvergi eftir og kemur með stóru sprengjuna daginn sem Steingrímur J. kemur heim frá Istanbúl. Eftir tæplega vikulangar samningaviðræður Steingríms þar sem hann hefur puðað við að þoka samstarfinu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn áfram sparkar Ögmundur fótunum undan formanni sínum.

Eðlilegt að spyrja hvernig Steingrími muni takast að vinna þeirri áherslu fylgis innan VG að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist með samstarfið við IMF. Ögmundur dissar allar tilraunir Steingríms og gerir lítið úr honum... tímasetningin auðvitað engin tilviljun. Hvernig verður hægt að sætta þessar tvær gjörólíku áherslur?

Nú reynir á alla pólitíska lagni Steingríms. En eflaust skiptir það engu máli. Þessi ríkisstjórn er auðvitað feig. Pólitíska kreppan heldur áfram og ekki þarf að efast um glundroðakenninguna um vinstristjórnir.

mbl.is Höfum ekkert við AGS að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband