Vanhugsuð vitleysa

Hvað eru þeir að spá sem koma með hugmyndir um að fjölga borgarfulltrúum um 46, úr 15 í 61, á þessum erfiðu tímum? Eru þeir svona vitlausir eða eru þeir bara að koma með brandara á þessum síðustu og verstu... svona fyrir okkur hin að hlæja að? Spaugstofan hefði ekki getað gert þetta betur.

Vanhugsuð vitleysa... þeir sem koma með svona tillögur nú eru einnota stjórnmálamenn, í besta falli.

mbl.is Vilja að borgarfulltrúar verði 61
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Saari

Sæll Stefán.

Vildi vinsamlegast benda þér á að kynna þér málið betur og lesa frumvarpið.

Mðe bestu kveðju,

Þór Saari

Þór Saari, 9.10.2009 kl. 14:28

2 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Þetta er nú ekki endilega svo vitlaust umræða. Þar sem málið er kannski meira að fjöldi fulltrúa hefur ekki aukist í hlutfalli við fjölda íbúa.

Vandamálið og aðal gagnrýnin er kannski meira á tímasetninguna og þennan mikla fjölda fulltrúa sem þarf til að auka samkvæmt hugmyndinni. Fólk bregst við með því að hugsa um kostnaðinn en það má kannski alveg skoða þetta örlítið nánar með einhverja fjölgun og þar af leiðandi dreifðara álagi á hvern og einn sem þá jafnframt gæti mögulega þýtt ekki aukinn kostnaður eða þá allavega í lágmarki.

Carl Jóhann Granz, 9.10.2009 kl. 20:16

3 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Vanhugsuð vitleysa er vægt til orða tekið. Þetta er svo arfavitlaust að engu tali tekur. Nú er endanlega hægt að hætta að hlusta á þetta lið.

Eiður Svanberg Guðnason, 9.10.2009 kl. 21:04

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka þér kommentið Þór. Auðvitað er eðlilegt að impra á hlutum og ræða allar breytingar. Ekkert að því. Hinsvegar er þessi tala borgarfulltrúa út úr öllu korti tel ég og þetta er undarlegur tímapunktur fyrir svo drastískar breytingar. Vinstristjórnin í borginni fjölgaði borgarfulltrúum á starfstíma sínum 1978-1982 og fjölgaði borgarfulltrúum í 21 - Sjálfstæðisflokkurinn breytti því aftur þegar hann tók við völdum 1982 og kosið var um 15 fulltrúa árið 1986. Kannski ekkert að því að velta þeirri tölu fyrir sér, en 61 finnst mér hálfgerður brandari, dýr brandari.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.10.2009 kl. 21:07

5 identicon

Passaðu þig nú að fullyrða ekki um kosnað áður en þú hefur kynnt þér málið til hlýtar.  Það er enginn að tala um 61 fulltrúa með sama sniði og er í gangi núna.  Og þú hlýtur að sjá að það er ekki beint lýðræðislegt að 8 einstaklingar ráði t.d. öllu í borgini.  Svo væri gaman að skoða hversu margir eru í nefndum og ráðum á vegum borgarinnar, hugsa að það slagi í nokkra tugi.  Og þeir einstaklingar eru ekki kosnir í embætti af almenningi, það er ekki lýðræðislegt.  Fjöldi kjósenda á bak við hvern borgarfulltrúa er ekki heilög tala en einhversstaðar þarf að byrja.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 18:04

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mér finnst þessi tala út úr öllu korti... ekkert að því að skoða breytingar.... en talan 61 er hálfgerður brandari finnst mér. En eins og ég sagði við Þór... það er ekkert að því að skoða breytingar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.10.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband