Einleikur Jóhönnu - pólitískar hótanir

Einleikur Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í dag túlkast ekki öðruvísi en sem úrslitakostir til VG: annað hvort sameinist þeir um Icesave eða samstarfinu sé lokið. Þau vinnubrögð að leka vinnugögnum, sem voru trúnaðarmál, til fjölmiðla án þess að tala við fjármálaráðherrann (leiðtoga hins stjórnarflokksins), viðskiptaráðherrann og seðlabankastjórann er til vitnis um pólitískar hótanir og undirstaða stjórnarsamstarfsins sé orðin veik.

Jóhanna er auðvitað sérfræðingur í pólitískum hótunum, enda algjörlega ófær um að sinna verkstjórahlutverki í ríkisstjórninni, miðla málum og leiða viðkvæm mál til lykta með diplómatískum hætti. Þetta eru skilaboð Samfylkingarinnar um að við eigum að sætta okkur við Icesave með breytingum, í raun verið að búa okkur undir það að við sættum okkur við það sem okkur er rétt. Spuninn er: Sorrí, en við verðum að gefast upp.

Eftir rúma átta mánuði við völd er vinstristjórnin í raun enn á upphafsreit. Jóhanna virðist illa áttuð og þreytt, er bæði orðin óvinsæl og rúin trausti meðal þjóðarinnar. Er komin á pólitíska endastöð hvernig sem fer. Þessir einleikir hennar er til vitnis um að traustið er að þverra og þá standa aðeins hótanirnar eftir. Svona eru vinnubrögðin... kemur kannski ekki á óvart, enda hefur á þeim bænum verið til siðs að vinna svona.

Stóra spurningin er sú hvort einleikur Jóhönnu breyti stöðu mála.... í og með liggur í loftinu að verið sé að undirbúa okkur fyrir stór tíðindi. Örlagadagar þessa máls nálgast og svara verður af eða á, auk þess liggur brátt fyrir hvort hægt sé að starfa áfram með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Svo verður að ráðast hvert límið er eftir í þessari lélegu vinstristjórn sem virðist ráðalaus og sundruð á vaktinni - sennilega að falla í valinn í þeirri pólitísku kreppu sem hefur staðið meira og minna frá hruninu. Frekar líklegt er að forsætisráðherrann sé að gufa upp, hennar kapítal er búið.

Forsætisráðherra sem kemur svona fram og spilar svona sóló án þess að tala við nokkurn mann er ekki í jafnvægi til að taka á málum. Hennar tími er liðinn, hafi hann svosem einhvern tímann komið, sem ég efast orðið um. Hún veldur ekki þessu embætti. Burt með þig Jóhanna.


mbl.is Funduðu í Karphúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jamm Stebbi, liztaðu nú upp næztu draumastjórn þína...

Steingrímur Helgason, 10.10.2009 kl. 00:27

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sammála þér Stefán - þessi einleikur forsætisráðherra ætti að sannfæra flesta um það að hún ræður ekki við verkefnið -

Óðinn Þórisson, 10.10.2009 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband