Mun Jóhanna ekki birta tölvupóstinn til Noregs?

Þá er norska nei-ið staðreynd. Þetta var svosem orðið augljóst, enda hafði Kristin Halvorsen ekkert gert fyrir Steingrím J. né höfðu norskir kratar viljað leggja okkur lið. Mér finnst eðlilegt að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, birti samt tölvupóstinn sem hún sendi til flokksbróður síns í Noregi, Jens Stoltenberg.

Hvernig er svona orðað.... hvernig bar Jóhanna erindið upp og hvernig var svar forsætisráðherrans. Ágætt fyrir okkur að sjá orðalagið... sérstaklega hvernig erindið var borið upp... enda ekkert smámál.

Hvernig er það annars... er þetta ekki í fyrsta skipti sem sagt er frá því í fjölmiðlum að íslenski forsætisráðherrann hafi haft bein samskipti við aðra en ráðherra sína og starfsmenn ráðuneytisins?


mbl.is Hærra lán ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hafa ekki norskir ráðamenn kvartað undan því að Íslendingar hafi ekki beðið um aðstoð?

Sigurður Þórðarson, 10.10.2009 kl. 02:11

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jóhanna er að "snappa". Sumir segja að vika sé langur tími í pólitík.... en geri aðrir betur en hún á einni viku. Fyrst rekur hún eina sjálfstætt hugsandi ráðherrann úr ríkisstjórn, svo lekur hún seðlabankaplagginu og nú tölvupósturinn.

Gat hún ekki sótt um ESB-aðild með SMS?

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 04:18

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sé að í viðtali við Jóhönnu segist hún birta öll þau gögn, tölvupósta og annað, sem snerti þetta mál.

Ómar Ragnarsson, 10.10.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband