Ætlar Jóhanna ekki að birta tölvupóstinn?

Ef Jóhönnu er svona illa við orðróm framsóknarmanna og talið um skilaboð hennar til Stoltenbergs ætti hún að birta tölvupóstinn strax... í raun um leið og hún gaf út þessa yfirlýsingu sem svar við ummælum Höskuldar.

Ekki er eftir neinu að bíða... nú þegar líður á daginn er eðlilegt að spurt sé hvort þetta verði ekki birt í dag. Hvers vegna þarf að fabúlera um tölvupóst sem auðvelt er að birta svo allir viti hvað kom þar fram?

mbl.is Mun ekki biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf sennilega að fiffa hann eitthvað til áður en hægt er að birta hann.

Þorsteinn Ólason (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 21:58

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Veistu það Stefán, að ég kaupi það ekki að óreyndu að svona fari hlutirnir fram á milli ríkja. 

"Kæri Jens, ekki getið þið lánað okkur svo sem eins og 2000 milljarða.."

Nei, ekki alveg svona að óséðu.

Sigríður Jósefsdóttir, 10.10.2009 kl. 23:19

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

voru það ekki nýju vinnubrögðin gegnsæi og allt upp á borðið - þetta er ekki stórt mál að birta einn tölvupóst - það þarf bara viljann til þess - er hann til staðar hjá forsætisráðherra - ef hún birtir ekki tölvupóstinn þá segir það allt -

Óðinn Þórisson, 11.10.2009 kl. 09:21

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

ALLT upp á borðið þannig að fólk geti hætt að velta þessu fyrir sér

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 11.10.2009 kl. 10:23

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Mér finnst það skipta mikklu máli eins og umræðan er búin að vera þ.e. skotin sem eru búin að fara á milli hennar og þeirra framsóknarmanna að þessir póstar komi Fram bæði sá sem hún sendi og sá sem hún fékk og án "lagfæringa", svo þessi spurning þín er mjög svo réttmæt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.10.2009 kl. 17:08

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Jæja - nú er búið að birta tölvubréfið. Hvað segir þú þá?

Hjálmtýr V Heiðdal, 11.10.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband