Jóhanna kallaði eftir staðfestingu á fyrra svari

Ég tek undir með Höskuldi að bréfaskrif Jóhönnu kölluðu á staðfestingu Stoltenbergs á fyrri samskiptum en ekki nýrri áherslu á lánveitingu. Vekur eiginlega enn meiri spurningar um fyrri samskipti milli kratanna. Framsókn hefur verið djörf í orðavali og farið fram af nokkrum krafti. Ég ætla ekki að nefna ferð þeirra til Noregs sneypuför.

Eðlilegt var að fara og kanna þennan valkost alla leið, enda borist meldingar um að það væri glufa í þessu ferli. En enn augljósara er hver afstaða norrænu vinaþjóðanna er til Íslands... þar er í besta falli vilji til að Ísland beygi sig undir vald stóru ríkjanna og taki á sig þungar byrðar en hreint út sagt er þetta meðvirkni með handrukkaranum.

mbl.is Kallaði á neikvæð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verðum að losna undan AGS og ESB hvortveggja stelur frá okkur sjálfstæði og auðlindum, ef von sé á aðstoð frá Norðmönnum þá leitum við allra leiða til að ná henni. Jóhanna er ekki í neinum tenglum við almenning i landinu því miður.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 00:30

2 identicon

hvenær á að biðja Jóhönnu afsökunnar?

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 00:45

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

http://www.abcnyheter.no/node/97373

Átti spunamaskína SF eitthvað við bréfin áður en þau voru birt?? Norskir fjölmiðlar eru allavega með aðra mynd í höfðinu en spunaverksmiðja SF.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2009 kl. 00:46

4 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Bull og vænisýki.

Er Höskuldur, í sakleysi sínu, orðinn skjöldur Kögunarfeðga og "fjármálasérfræðinga" þeirra sem unnu að því hörðum höndum ásamt öðrum að koma fjármálakerfi okkar á hliðina. Finnst þeim kannski speninn vera farinn að þorna. -Samferðamenn Höskuldar og Sigmundar Davíðs til Noregs eru tæplega af sort miskunnssama samverjans -eða hvað finnst þér?

Kveðja,

Þorsteinn Egilson, 12.10.2009 kl. 06:18

5 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Það er hreint og beint hryggilegt að sjá hversu fátækleg hugsun og fullkominn skortur á djörfung til nýrra aðgerða hefur einkennt ríkisstjórnina. Af hverju er alltaf einblínt á ESB og IMF? Ég skil ekki röksemdirnar, að ekki séu til nein önnur úrræði. Tökum upp samninga við Norðmenn, Rússa, Grænlendinga og Kanadamenn. Leitum leiða til að brjótast út úr greip kvalarans sem er ESB og  þá sérstaklega einstök lönd þar á meðal. Ef IMF dregur fæturna í því að aðstoða okkur Íslendinga (að beiðni og undirlagi ESB/Breta/Hollendinga) er okkur ekki stætt að hafa þá að vinum. Leitum til Venezúela, Rússa, Arabaríkjanna, Japan, Kína - leitum að nýjum vinum.

Baldur Gautur Baldursson, 12.10.2009 kl. 08:23

6 identicon

Handrukkari??? Er það rétta orðið? Fá handrukkarar ekki  vanalega  fyrirfram borgun fyrir þjónustuna? Hver er "handrukkarinn" í þessu sambandi?

Ég hélt annars, í einfeldni minni, að  lánsumsók eða lánsbeiðni  milli ríkja væri  viðkvæmt milliríkjamál.Ég sé þess vegna  alls ekki hverju þessi  "lánskönnunarferð", hefði  getað skilað nema loforði um stuðningi ákveðins flokks á norska þinginu við tilllögu sem myndi  kannski verða lögð  fyrir  norska þingið  um að Norsk stjórnvöld skyldu veita  Íslandi óskilyrðisbundið lán (sem Íslenska stjórnin hafði ekki beðið um?) í viðbót við þau skylyrðisbundnu lánskilyrðisbundnu lán sem Norska ríkið hefur þegar samþykkt að veita Íslandi.

Það sem ég alls ekki skil er hversvegna  Framsóknarpiltarnir fóru ekki bara í KYRRÞEY í könnunarferð til kunningja sinna í Noregi til að kanna hvernig landið lá. Þeir hefðu  getað notað tækifærið og samböndinin í Noregi til að kynna málstað  Íslands í Noregi og hefðu kannski að ferðinni lokinni getað gefið stjórninni upplýsingar um viðhorf Norskra stjórnmannaflokka til Íslensku kreppunnar.

Ég kalla ferð þeirra ekki sneypuför. Ég hef ekki hugmynd um hvers þeir væntu.Mér finnst hinsvegar för þeirra hafi hvorki stutt orðstír þeirra nei orðstír Ísland.Að mínum dómi hafa samt ferð þeirra og viðbrögð forsætisráðherra við henni trúlega grafið undan áliti okkar í augum umheimsisins.Það er kannski allt í lagi því álit okkar sem trúverðugslegt viðskiptaaðila á alþjóðlegum vetvangi er trúlega á núlli.

Agla (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband