Góð vísbending - áhættan enn til staðar

Samkomulag um uppgjör á eignum og skuldum Landsbankans er góðs viti hvað varðar Icesave-málið og gefur góða vísbendingu um framtíðina, þó vissulega sé ljóst að áhættan sé enn til staðar í þessu stóra máli. Í þessu máli eru enn miklar efasemdir um hvað verður og áhættan af matinu enn nokkur sé litið til framtíðar.

Því ber að fagna að meiri vissa sé um stöðuna, því verður ekki neitað. Icesave-málið hefur verið sem mara yfir íslensku samfélagi. Vonandi fara örlög þess máls að ráðast. Þau sliga stjórnarsamstarfið og hafa haft mikil áhrif á íslensku þjóðina.

En framtíðin er óljóst. Þetta mat gefur væntingar en jafnframt má öllum vera ljóst að óvissan um framtíðina er til staðar. Áhættan er öllum ljós.


mbl.is 90% upp í forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband