Á að halda bréfum forsetans leyndum í 30 ár?

Í dag heyrði ég að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vilji halda leynd á bréfum sem hann skrifaði erlendum þjóðhöfðingjum til að tala máli útrásarvíkinganna í heil 30 ár. Er þetta rétt? Heldur maðurinn virkilega að það verði hægt að gleyma því að forseti Íslands hafi verið í bréfaskriftum til að skjalla útrásarvíkingana og reyna að fá aðra til að taka þátt í ómerkilegri maskínu þeirra?

Af hverju þarf að fela þessi bréfaskipti í þrjá áratugi? Hvað er þarna sem þarf að fela? Á borðið með þetta allt saman! Þetta á að birta, sem allra fyrst.


mbl.is 49 mál í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Eins og þú segir þá er feluleikurinn í fullum gangi. Kveðja.

Þráinn Jökull Elísson, 13.10.2009 kl. 21:55

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Frá sjónarmiði forsetans er þetta skiljanlegt. En frá  sjónarmiði þjóðarinnar óskiljanlegt og auðvitað óásættanlegt.

Eiður Svanberg Guðnason, 13.10.2009 kl. 23:16

3 identicon

Ef þetta er rétt þá er eins og margir hafa haldið fram þá er Ólafur Ragnar Grímsson ekki lengur hæfur sem forseti. 30 ár hann hefur reiknað þetta út komin undir græna torfu og þarf ekki að líta framaní þjóðina skammast sín augljóslega.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 23:41

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vill greinilega vera viss um að vera dauður þegar þau verða birt smá samviska hjá mann garminum.

Sigurður Haraldsson, 14.10.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband