Sótt að landsbyggðinni

Ályktun bæjarstjórnar Grundarfjarðar er í takt við skoðanir mjög margra á landsbyggðinni með stöðuna sem blasir við nú. Sótt er að landsbyggðinni þegar þrengir að, svæði sem aldrei sáu neitt góðæri sitja uppi með að taka á sig skellinn stóra þegar á reynir. Þrengt er að hinum dreifðu byggðum landsins alveg miskunnarlaust.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa að mörgu leyti sérstaklega slæmar afleiðingar fyrir fólk á landsbyggðinni. Greinilega á að láta niðurskurðarhnífinn ganga þar alveg miskunnarlaust. Ekki er þessi ríkisstjórn heldur að tala upp nýjar framkvæmdir sem skipta lykilmáli til að rífa okkur upp úr lægðinni.

Þar er ekki horft til framtíðar... heldur mun frekar fortíðar... reyna að rífa niður frekar en byggja upp. Það er sorgleg framtíðarsýn.

mbl.is Telja vegið að landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Staðan í Grundarfirði er ekki góð frekar en víðast hvar á landsbyggðinni. Þó vil ég að það komi fram að peningum hefur verið ausið í framkvæmdir sem gjarnan máttu bíða betri tíma. Til dæmis í íþróttaaðstöðu fyrir væntanlegt unglingalandsmót, sem reyndar var frestað um eitt ár sökum fjárhagserfiðleika, á sama tíma og nágrannabærinn Stykkishólmur hefur nú þegar yfir fullkominni aðstöðu að ráða. Þeir Hólmarar hafa alltaf kunnað að sníða sér stakk eftir vexti. Í ofanálag er verið að henda einhverjum milljónum í veg sem ekki er lengur í þjóðbraut, þ.e. vegur sem lagðist niður eftir að Kolgrafarfjarðarbrúin var tekin í notkun. Undarlegar ákvarðanir sem teknar hafa verið í ljósi þeirrar stöðu sem við erum komin í. Kveðja.

Þráinn Jökull Elísson, 14.10.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband