Við erum enn á upphafsreit

Napri veruleikinn ári eftir hrun er sá að við erum enn á sama reit. Ekkert hefur breyst. Ekki verður séð að pólitíski veruleikinn sé öðruvísi eða við lifum í einhverju öðru eða betra andrúmslofti. Við erum enn að upplifa að okkur er ekki sagt frá öllu sem er að gerast... við erum enn í hálfgerðu myrkri.

Eins og ég sagði í gær er engu líkara en við séum komin í kvikmyndina Groundhog Day með Bill Murray þar sem hann upplifir sama daginn aftur og aftur.

mbl.is Flestir lykilmennirnir farnir frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Mér virðist þetta vera allt í prósess Stefán. Það er gott að vera seinn til hefnda eða uppgjörs í þessu tilfelli. Rannsókn mála er á fullu skriði og fyrr eða seinna munu menn verða að horfast í augu við gerðir sínar. Það mun auðvitað einungis gilda um þá sem hafa brotið lög. En margir " sekir " munu sleppa. Mín skoðun er sú að Íslendingar þurfi hjálp frá öðrum þjóðum í enn ríkara mæli til að rannsaka ófarir og misfellur og draga menn til dóms.

Annað vandamál er að Sjálfstæðisflokkurinn ( sem annars gæti reynst drjúgur við að rétta við þjóðina) þarf að gefa skýr skilaboð þess efnis að hann muni ekki hylma yfir með brotamönnum. Ein leið væri að á meðan ákveðnir einstaklingar sæta rannsókn séu þeir settir í biðsæti í flokknum og haldið utan við flokksstarf og allar pólitískar ákvarðanir. Þetta mætti einnig gilda um aðra flokka.

Guðmundur Pálsson, 15.10.2009 kl. 17:37

2 identicon

Minni á að Eva Joly sagði í nýlegu viðtali að ransóknarhagsmuna vegna væri ekki hægt að upplýsa almenning um gang mála í svona rannsóknum á rauntíma, þ.e. jafnóðum.  Góðir hlutir gerast hægt og trúi ég því að þeir sem eru að rannsaka þessi mál ætli sér að binda alla hnúta og setja síðan fram pottþétt mál.

Jónína (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband