Ekki óeðlilegt að krafist hafi verið uppstokkunar

Ekki þarf pólitískan sérfræðing til að sjá að mikil óánægja var meðal sjálfstæðismanna með forystu flokksins í janúar 2009. Landsfundur átti að vera í lok mánaðarins og eðlilega voru þeir komnir af stað sem vildu uppstokkun, breyta til í flokksforystunni. Enda hefði ekki verið óeðlilegt að það hefði verið kosið milli manna og gert upp fortíðina.

Eins og flestir vita kom ekki til þess: formaður flokksins vék vegna veikinda og hætti í stjórnmálum: landsfundi var frestað um tvo mánuði. Kosningar á landsfundi tóku á sig annan blæ og svo fór að tveir þingmenn sem aldrei höfðu setið í ríkisstjórn tókust á um formennskuna. Ekki var mikil eftirspurn eftir ráðherrum fyrri tíðar í það.

Enda er eðlilegt að horft sé til framtíðar með nýju fólki sem var ekki í eldlínu ákvarðana fyrir og eftir hrun.


mbl.is „Átti bara að vera okkar á milli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband