SUS stofnar frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar

Kjartan Gunnarsson Á morgun verða í fyrsta skipti afhent frelsisverðlaun SUS, Frelsisskjöldur Kjartans Gunnarssonar. Frelsisverðlaunin verða árlega veitt til einstaklings og samtaka sem að mati forystu ungra sjálfstæðismanna hafa unnið frelsishugsjóninni gagn með störfum sínum og hugmyndabaráttu.

Við sem sitjum í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna höfum ákveðið að tengja verðlaunin nafni Kjartans Gunnarssonar, fráfarandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, til að heiðra það mikla starf sem hann hefur skilað til þess að auka frelsi á Íslandi og bera út hugmyndir frjálshyggjunnar.

Verðlaunin eru hvatning til þeirra sem leggja á sig að taka þátt í mótun þjóðmálaumræðunnar og hafa einstaklingsfrelsið að leiðarljósi. Með verðlaununum vilja ungir sjálfstæðismenn einnig leggja áherslu á mikilvægi þess að fólk taki þátt í stjórnmálaumræðunni en eftirláti það ekki einungis kjörnum fulltrúum og atvinnustjórnmálamönnum.

Starf Kjartans í þágu frelsisins er langt í frá einskorðað við stöðu hans sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins í 26 ár. Frá unga aldri hefur hann verið í forystu meðal þeirra sem barist hafa fyrir frjálshyggjunni á Íslandi. Hann var meðal annars hvatamaður og leiðtogi í þeim hóp sem gaf út ritið "Uppreisn frjálshyggjunnar" en í henni má finna stefnu þeirrar kynslóðar sjálfstæðismanna sem hvað mest áhrif hefur haft á þróun landsmála á undanförnum áratugum.

Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Valhöll, eins og fyrr segir á morgun, kl. 18:00.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að Sjálfstæðisflokkurinn sé frjálshyggjuflokkur krefsr mjög mikillar trúar og afneitunar, frekar ætti SUS að bjóða uppa tólf spora meðferð eð kenna verðlaunin við Bréfsnef heitinn sem var aðalritari systurflokks Sjálfstæðisflokksins.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband