Sundruð ríkisstjórn rústar stöðugleikasáttmála

Flest bendir til þess að stöðugleikasáttmálinn heyri sögunni til vegna samstöðuleysis ríkisstjórnarflokkanna - á þessum örlagatímum er það skelfilegt að við völd sé ríkisstjórn sem getur hvorki tekið ákvarðanir né stýrt málum af festu.

Þegar þörf er á þjóðarsátt af sama tagi og gerð var fyrir tveimur áratugum til að rífa samfélagið upp úr doða og drunga virðist ekkert gerast. Stjórnarparinu virðist algjörlega ómögulegt að skapa von og framtíðarsýn. Sá er vandinn.

Við búum við algjöra pólitíska upplausn - ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið, getur ekki þokað málum áfram og sætt aðila vinnumarkaðarins í uppbyggingarstarfinu. Henni er ekki gefið að skapa nýja Þjóðarsátt til framtíðar.

Í þessu landi vantar samhenta og sterka ríkisstjórn sem þorir að skapa framtíðarsýn, byggja upp á rústunum og reyna að skapa stöðugleika. Hún er föst í gömlum og úreltum hjólförum, er bæði ósamhent og fjarlæg.

Trúverðugleikann vantar algjörlega. Auðvitað er sorglegt að við skulum ekki hafa neinn stöðugleiuka í stjórnmálum landsins, ríkisstjórnin er ekki samhent en virðist lafa saman við óttann að þurfa að viðurkenna að hafa mistekist.

Raunalegt og ömurlegt.


mbl.is Hafa ekkert nálgast niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er sorglegt Stefán, en ég held að þetta sé rétt hjá þér.

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.10.2009 kl. 14:42

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessi ríkisstjórn virðist hafa þá leið að gera allt öfugt við það sem ætti að gera og ekkert of upptekin af því að standa við gerða samninga.

Óðinn Þórisson, 27.10.2009 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband