Kostuleg kaldhćđni í Hádegismóum

Sigurjón M. Egilsson Eitt vakti meiri athygli mína en annađ viđ hefđbundinn Morgunblađslestur yfir morgunmatnum; grein Sigurđar G. Guđjónssonar ţar sem hann fjallar međ mjög kaldhćđnum hćtti um Sigurjón M. Egilsson, fyrrum ritstjóra Blađsins, en brátt kemur út fyrsta blađ DV undir ritstjórn hans. Hvasst varđ á milli Sigurjóns og Sigurđar G. í síđasta mánuđi vegna starfsloka Sigurjóns á Blađinu, en yfirstjórnin rak hann á dyr međ miklum látum.

Í greininni segir Sigurđur G. ađ Sigurjón M. Egilsson verđskuldi titilinn blađamađur ársins. Orđrétt segir: "Afrek SME á árinu 2006 verđa ekki öll tíunduđ hér, heldur látiđ viđ ţađ sitja ađ nefna, ađ SME réđ sig í ţrígang sem ritstjóra dagblađa á síđasta ári, nú síđast til nýrrar DV-útgáfu. Hvernig SME umgekkst sannleikann og gerđa samninga á árinu 2006 lýsir betur en mörg orđ andlegu atgervi, heiđarleika og endalausri leit ţessa eftirsótta og dáđa blađamanns ađ sannleikanum. SME er stéttarsómi og verđskuldar sćmdarheitiđ ,,Blađamađur ársins".

Beitt skot og kaldhćđnin sést vel á milli línanna. En já, brátt kemur út fyrsta DV undir stjórn Sigurjóns. Ţegar ađ yfirmenn Blađsins ráku SME á dyr var ţađ međ ţeim orđum ađ lögbanns yrđi krafist á verk hans fyrir fjölmiđla út umsaminn samningstíma fyrir Blađiđ. Fróđlegt verđur ađ sjá hvort muni reyna á lögbanniđ fyrrnefnda um ađ Sigurjón geti ekki starfađ viđ fjölmiđla fyrr en seint sumars 2007.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband