Góð tíðindi fyrir Suðurnes - áfall fyrir Svandísi

Endurnýjuð ákvörðun Skipulagsstofnunar um að Suðvesturlínur verði ekki metnar með öðrum framkvæmdum er mikið pólitískt áfall fyrir Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, sem ætlaði að bregða fæti fyrir álverið í Helguvík - stöðva framkvæmdina til að skemma fyrir á Suðurnesjum.

Þessi hugsunarháttur er stórundarlegur á þessum tímum þegar reynt er að byggja upp. Niðurrifsstarfsemi vinstri grænna er ekki alveg í takt við tilraunir þeirra sem reyna að byggja upp einhverja framtíð.

Vonandi mun ákvörðun Skipulagsstofnunar verða til þess að Svandís fari að stunda vinnuna sína í stað þess að rífa niður.


mbl.is Ekki sameiginlegt mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stebbi! Væri ekki ráð að hún færi að leyta sér að annari vinnu í stað þess að standa í þessari niðurrifsstarfssemi?

Datt í hug hvort ekki væri laust í fyrir hana í salthúsi í Grímsey! Eða nei annars, vil ekki gera Grímseyingum það, það sómafólk á mun betra skilið!

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband