Undarleg ákvörðun á ÍNN

Mér finnst það undarleg ákvörðun hjá Ingva Hrafni að taka spjallþáttinn um pólitík á Nesinu af dagskrá ÍNN, vegna þess að Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, sá sér ekki fært að eiga debatt við Guðmund Magnússon kvöldið fyrir prófkjör.

Báðum var boðið í þáttinn og upptöku seinkað allavega tvisvar svo hentaði bæjarstjóranum að ræða við þann sem skorar hana á hólm. Hví ætti að henda þættinum út af dagskrá vegna þess að Ásgerður mætti ekki?

Er undarlegt í meira lagi - þessi þáttur hefði verið ákjósanleg leið fyrir sjálfstæðismenn á Nesinu til að bera saman í sjónvarpi tvo leiðtogakandidata sem berjast um að leiða listann í stað Jónmundar Guðmarssonar.

En gott er að þátturinn sé birtur á vef stöðvarinnar, eflaust munu margir horfa á hann og meta frammistöðu Guðmundar, þó betra hefði verið að Ásgerður hefði mætt.

mbl.is Þátturinn tekinn af dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Úr því þátturinn er aðgengilegur á netinu, þá finnst mér ákvörðun Inga Hrafns eðlileg.

Meiningin var að kynna tvo frambjóðendur sem bítast um efsta sætið, en ekki hafa "One man show".

Það sem er hins vegar undarlegt, er það að hinn frambjóðandinn notaði ekki þetta tækifæri til að kynna sig.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 04:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband