Nýársheit - góð eða slæm?

Nýársheit Ég hef yfirleitt ekki lagt vana minn í að strengja nýársheit, en ég gerði það núna einn með sjálfum mér þó í upphafi nýs árs. Ég hafði hugsað mér að stokka verulega upp líf mitt á árinu og breyta til, á ýmsum sviðum. Það er hollt og gott að fara í gegnum uppstokkun öðru hverju. Nýársheit eru misjöfn eflaust, stundum standast þau og stundum ekki. Mjög fjölbreytilegt.

Síðasta ár var reyndar svolítið merkilegt. Ég hætti að mjög miklu leyti flokksstarfi með verulega virkum hætti hér í bænum á árinu, en ég var formaður flokksfélags, sem var nokkuð krefjandi verkefni sem var fullt af fundum og allskonar önnum. Ég var orðinn þreyttur á því og vildi losna út úr því. Líður mjög vel á eftir. Tel að það hafi verið rétt ákvörðun og farsæl fyrir mig, enda nóg annað hægt að gera í staðinn. Til dæmis skrifa ég miklu meira nú en ég gerði áður og hef meiri tíma til þess, eðalgott það.

Ég heyri ýmislegt um nýársheit hjá fólki. Þau eru mjög ólík og spennandi. Sumir eru hátíðlegir á því en flaska svo á öllu draslinu er yfir lýkur. En hvað með ykkur? Einhverjir sem strengdu nýársheit?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband