Tveir áratugir frá falli Berlínarmúrsins

Fall Berlínarmúrsins
Tveir áratugir eru í dag liðnir frá falli Berlínarmúrsins. Má fullyrða að fall múrsins hafi verið ein mestu þáttaskil í sögu 20. aldarinnar - helsta tákn þess að kalda stríðið væri á enda og kommúnisminn í Evrópu væri að geispa golunni. Nokkrum dögum eftir fall múrsins féll A-þýska kommúnistastjórnin og hinar fylgdu síðar ein af annarri.

Endalok kommúnistastjórnanna urðu misjafnlega friðsamlegar í þessum löndum. Í A-Þýskalandi féll stjórnin með mjúkum hætti, ennfremur í Tékkóslóvakíu og Póllandi en t.d. í Rúmeníu kom til valdaskipta með harkalegum hætti og aftöku á forsetahjónum landsins, Nicolae og Elenu Ceausescu.

Múrinn var reistur árið 1961 til að koma í veg fyrir fólksflótta frá A-Þýskalandi til V-Berlínar og varð hann á þeim 28 árum sem hann stóð ein af allra helstu táknmyndum kalda stríðsins. Á þessum 28 árum og í kalda stríðinu voru rúmlega 1.000 A-Þjóðverjar drepnir á flótta til vesturs.

9. nóvember verður í sögubókunum ávallt dagur sem markar bæði sigur frelsis og lýðræðis í heiminum. Endalok Berlínarmúrsins markaði alheimsþáttaskil, fáum hefði órað fyrir að fall hans yrði með jafnrólegum hætti og raun bar vitni.

Fólkið vann sigur gegn einræðisherrum og einræði á þessum degi. Ég gleymi aldrei þessum degi og þáttaskilunum. Allir skynjuðu þáttaskilin, þó mörgum hafi ekki órað fyrir að allt myndi hrynja svo hratt og raun ber vitni. Hrunið varð algjört.

Svipmyndirnar af almenningi hamrandi með sleggjum og hömrum á múrnum gleymast aldrei. Eftirminnilegust er þó myndin af vinnuvélunum fella bita úr múrnum og þegar fólkið gekk yfir. Frelsið hafði náð til hinna þjáðu kommúnistaríkja.

Þetta voru að mínu mati hin stærstu þáttaskil endaloka kommúnismans. Einræðið var drepið þetta októberkvöld í Berlín. Slíkt augnablik gleymist að sjálfsögðu aldrei.


mbl.is Spáði falli múrsins á 21. öld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband