Últra-vinstristjórnin sýnir sitt rétta andlit



Últra vinstristjórnin er að sýna sitt rétta andlit þessa dagana með tillögum sínum, sem munu sliga heimili landsins, sem nógu illa stóðu fyrir. Þetta er ekki gáfuleg framtíðarsýn sem blasir við í boði vinstriflokkanna. Þetta er gargandi vinstristjórn, hagar sér og talar eins og hennar innra eðli er jafnan.

Þorgerður Katrín orðar þetta vel í klippunni hér að ofan.

mbl.is 47% skattur á launatekjur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhvern veginn kemur það ekki á óvart að þetta verði aðalbaráttumál sjálfstæðismanna í næstu kosningabaráttu. Ef það er erfitt að benda fólki á eigið ágæti er góð aðferð að benda fólki á hvað keppinauturinn er slæmur.

Góð aðferð en mjög ábyrgðarlaus.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 12:26

2 identicon

Ekki er ég nú búin að horfa/hlusta á þessa vídeóklippu. Það er nefnilega þannig að þegar Þorgerður sést,  þá er það fyrsta sem manni dettur í hug, hvænær ætla þau hjónakornin  að greiða 950millurnar sem hann fékk að láni?

En skattahækkanirnar eru að sjálfsögðu algjört rugl.

nokkvinn (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 17:35

3 identicon

Sæll Stefán, finnst þér það verjandi fyrir Sjálfstæðisfólk að hafa þessa kúlulánadrottningu í forsvari fyrir flokkinn?

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 21:12

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hákon: Ég hef oft gagnrýnt Þorgerði Katrínu, enda ekki alltaf verið henni sammála. En það breytir því ekki að það er margt áhugavert sem hún bendir á í þessari klippu. En ég hef svosem ekki farið leynt með að Þorgerður hefði átt að fara úr forystunni á sama tíma og Geir, burtséð frá því hvort hún yrði áfram á þingi. Var ósáttur við að hún sat hjá í stórmáli á borð við ESB í sumar þegar kallað var eftir afstöðu stjórnmálamanna. En það er líka hollt að þora að gagnrýna flokksleiðtoga sína og ég hef verið ófeiminn við það.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.11.2009 kl. 21:19

5 identicon

Takk fyrir svarið Stefán. Það þurfa fleiri sjálfstæðismenn að gagnrýna þetta. Fyrir næstu kosningar fær ÞKG þetta óþvegið og þá skiptir engu hvað það er mikið vit í því sem hún segir, þetta mál verður aðalatriðið. Ég var að lesa pistil eftir hana á pressunni áðan og þar vitnar hún t.d. til Þýskalands og að þar eigi að lækka skatta. Gott og vel en hún gleymir því að t.d. var vsk hækkaður í því litla góðæri sem var í Þýskalandi fyrir 2-3 árum. Í "góðærinu" hér átti tvímælalaust að hækka skatta en ekki lækka þá þó það síðara hljómi betur í eyrum kjósenda.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband