Fá Bónusfeðgarnir Haga aftur á silfurfati?

Atburðarásin með Haga er að snúast upp í eitt allsherjar sjónarspil þar sem á að afhenda Bónusfeðgum veldið aftur á silfurfati - skuldir afskrifaðar og svo haldið áfram eins og ekkert sé. Ákvarðanir dagsins líta þannig út að svoleiðis verði unnið. Þetta er víst jafnaðarmennskan holdi klædd.

Þetta eru víst allar breytingarnar sem kjósendur kusu yfir sig í vor. Við erum enn í sukkuðu samfélagi þar sem bankarnir haga sér eins og ekkert hafi gerst og stjórnvöld makka með í öllu saman.

Sjúkt og sorglegt.

mbl.is Kaupþing og 1998 formlega í eina sæng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er árangur búsáhaldabyltingarinnar. Ætlar fólk að láta þetta yfir sig ganga!

ragnar aðalsteinsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 14:29

2 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Fjórflokkarnir...

Birgir Viðar Halldórsson, 10.11.2009 kl. 15:06

3 Smámynd: Jón Magnússon

Var þá Finnur bankastjóri Kaupþings að segja ósatt þegar hann sagði fyrir nokkrum dögum að málið væri í skoðun og ekkert hefði verið ákveðið?

Spurning er hvaða stefna hefur þá verið mörkuð um afskriftir í bönkunum og gildir e.t.v. eitt fyrir þá sem Samfylkingin skuldar greiða og annað fyrir okkur hin?

Jón Magnússon, 10.11.2009 kl. 15:31

4 Smámynd: ThoR-E

Jújú, þetta er "Nýja Ísland" ...

Alveg til skammar.

Á meðan skuldir auðmanna eru felldar niður í tugmilljarða tali er þjóðin rukkuð og þarf að borga sín lán margföld í mörgum tilvikum. Fólk borgar mánaðarlega tugi þúsunda af húsnæðislánum sínum, en þau hækka bara.

Og eina lausnin hjá þessari ríkisstjórn er að hækka skattanna á öllu, sem skilar sér beint út í lánin v/ verðtryggingarinnar.

Nýjar kosningar? algjörlega vanhæft fólk sem er í ráðuneytunum. Allavega forsætisráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu.. og Árni Páll .... að þessi trúður skuli vera ráðherra, það finnst mér alveg merkilegt.

ThoR-E, 10.11.2009 kl. 15:40

5 identicon

Þegar kvótalög voru sett og aðgangur skammtaður að landbúnaði og fiskveiðum, var ekki settur kvóti á kaupmennsku eða aðgang að matvörukaupum íslenskra neytenda. 

Þann kvóta eða markaðsaðgang skömmtuðu Bónusfeðgar sér - nánast allan - eftir að hafa hirt atvinnuna bótalaust af eigendum minni verslana.  Núna er verið að senda íslenskum þegnum reikninginn - Afleiðingar einokunar feðganna eru að koma í ljós.

Steingerður (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 15:53

6 identicon

Sæll Stefán Friðrík, það er gott að þú minnist á þetta. Spillingin virðist engum  takmörkunum háð. Áfram skal haldið á braut spillingarinnar og einkavinavæðingar og samtryggingar valdsins !

Þjóðin er orðin þreytt og furðu lostin yfir þeim ósköpum og skorti á heilindum, sem menn vænta frá stjórnmálamönnum ! Þeir eru kosnir til þess að leiða þjóðina, en ekki í glötun.

vestarr lúðvíksson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 17:31

7 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Stefán,

Það er alveg með eindæmum hvað fólk lætur bjóða sér.  Af hverju í ósköpum er fólk í viðskiptum við sparibaukana?

Þetta útspil Kaupþings varðandi Bónus sýnir einfaldlega að ekkert hefur breyst.  Rugludallarnir halda sínu og bankarnir lepja upp ruglið eins og þeir gerðu fyrir hrun og standa gapandi yfir "fjármálavisku" rugludallanna, sem engin er í raun. 

Það þarf að koma bankastarfsemi þessar þriggja sparibauka alfarið úr höndum íslendinga og annað hvort leggja þá alveg niður (sem væri best að mínu mati) eða koma þeim alfarið undir stjórn erlendra aðila með mjög breiða eignaraðild.  Einkavinavæðing 2.0 er í fullum gangi:(  Þessir bankar hafa sýnt á síðustu 10 árum að þeir geta starfað af nokkru viti og ef þetta gengur svona áfram þá verður annað hrun á Íslandi seint á næsta ári eða snemma árið 2011. 

Það eina sem kemur til greina er að selja Kaupþing, Landsbankann og Glitni til erlendra aðila og banna íslendingum alfarið að koma nálægt rekstri þeirra næstu 10 ár eða svo.  Ábyrgðin verði alfarið á höndum eigenda svo ef þeir fara með þetta til fjandans þá sitja þeir uppi með eigið rugl.  Eða bara að leggja ruglið niður og hætta þessari vitleysu.  Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 10.11.2009 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband