Jóhanna sendir eitraða pillu til Svandísar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherrann sem þurfti að sjá spurningar unglinga fyrirfram svo hún gæti svarað þeim "rétt", er loksins að þora að taka af skarið í málum Suðvesturlínu eftir margra vikna japl, jaml og fuður vinstri grænna og sólóspil Svandísar Svavarsdóttur.

Hvers vegna er svona yfirlýsing ekki löngu komin frá forsætisráðherra í ríkisstjórn á þeim tímum þegar mikilvægt er að byggja upp en ekki brjóta niður? Æ ofan í æ hefur jú verið ráðist að uppbyggingu sem þorri íbúa á Suðurnesjum vill.

Gott er að Jóhanna taki af skarið í einhverjum málum og sýni fólki að það sé einhver við völd í þessu landi og vilji uppbyggingu en sé ekki einbeitt í niðurrifsstarfsemi. Mikið var að einhver vaknaði. Hvaða ráðgjafi ætli hafi loksins sagt henni þetta?

Fyndnast af öllu er að sjá að einn liður Samfylkingarinnar í dag er að læra á facebook. Til að ná til unga fólksins! Hvernig væri nú að Samfylkingin reyndi að ná til þjóðarinnar og færi að hugsa um eitthvað annað en ESB.

En ætli þetta þýði kannski að Jóhanna verði mætt á facebook fljótlega?

mbl.is Hindrunum rutt úr vegi Suðvesturlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband