Gremja vinstri grænna í garð Möggu Frímanns

Steingrímur J. Vinstri grænir hafa átt mjög erfitt með að leyna gremju sinni í garð Margrétar Frímannsdóttur fyrir að hafa skrifað pólitíska ævisögu sína og gert upp árin með Steingrími J. í forystu Alþýðubandalagsins. Steingrímur J. og lærisveinarnir hans á Múrnum hafa sérstaklega átt erfitt með að höndla tilveruna í jólabókaflóðinu með þessa bók í umræðunni, eins og dæmin hafa sannað.

Steingrími féllust hendur þegar að Egill Helgason fór að tala um bókina í Kryddsíld á gamlársdag og vildi greinilega einhver viðbrögð. Hann sagði með uppstríluðum vonskusvip að hann ætlaði nú ekki að ræða þau mál á þessum vettvangi. Í áramótaúttekt Múrsins á gamlársdag segir svo um bók Margrétar: "Bók ársins: Minnislausa stelpan frá Stokkseyri. Margrét Frímannsdóttir heimfærir endurminningar Thelmu Ásdísardóttur upp á sjálfa sig." (feitletrun er mín).

Meðal þeirra sem skrifuð eru fyrir þessum skrif er Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG og leiðtogi flokksins á öðrum framboðslistanum í Reykjavík. Það er ekki hægt annað en að finnast þessi skrif Katrínar og félaga hennar á Múrnum mjög lágkúruleg og þeim til skammar. Þessi skrif eru Múrnum lítill vegsauki, en í gegnum þau skín heift og kergja með það að Margrét hafi skrifað sig frá árunum með Steingrími J. og rakið pólitískan bakgrunn þess manns sem stjórnar VG og kallar sig femínista til hátíðabrigða.

Ég hef lengi verið viss um það að Steingrímur J. hafi aldrei getað yfirstigið það að hafa orðið undir fyrir Margréti í formannskjöri Alþýðubandalagsins fyrir tólf árum. Það var gríðarlegt pólitískt áfall fyrir hann, eftir að hafa verið varaformaður Alþýðubandalagsins í sex ár, frá því að hann felldi Svanfríði Jónasdóttur af varaformannsstóli, að fóta sig eftir það áfall. Kergja flokkseigendafélagsins og nánustu samverkamanna var skýr og afgerandi beitt og um hana má lesa í bók Margrétar, sem allt að því sætti pólitíku einelti meðal eigin þingflokks, þar til að Steingrímur J. og nánustu samverkamenn gengu á dyr og stofnuðu VG.

Steingrímur J. og Margrét áttu aldrei skap saman eftir formannskjörið sögulega árið 1995, er Margrét skellti Steingrími í póstkosningu allra flokksmanna. Vinnubrögðin á Múrnum nú sýna vl að ekkert er gleymt og ergelsið býr innst í hugarskotum lærisveina formannsins, sem enn muldrar í horni tóna ergju og reiðilesturs á bakvið tjöldin. Það að blanda nafni Thelmu Ásdísardóttur inn í umræðu um bók Margrétar er til hreinnar skammar, fyrir flokk og forystukonu sem vill kenna sig við femínisma og segir sína sögu um innrætið á bænum.

Þessi femíniski húmor þeirra á Múrnum meikar engan sens og flestir sitja eftir hristandi hausinn yfir þeim á Múrnum sem berja hausnum við sjálfan múrinn. Afsökunarbeiðni þeirra á Múrnum er í undarlegri taginu að mínu mati, sem og fleiri, þar er sagt að hér hafi verið "djókað" með Jón Baldvin og ummæli hans um heimilisofbeldið sem Margrét þurfti að þola innan Alþýðubandalagsins frá flokkseigendafélaginu. Ekki botnar maður í því.

Finnst þeim á Múrnum virkilega fyndið að bera pólitísk söguskrif Margrétar saman við skelfilega lífsreynslu Thelmu Ásdísardóttur? Þessi afsökunarbeiðni virkar frekar hol og innantóm eins og galtóm tunna. Það liggur við að maður líti á þetta sem jafn innantóma iðrun og Árni Johnsen sýndi um daginn sjálfstæðismönnum sem veittu honum annan séns. Er þetta kannski tæknileg iðrun á Múrnum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Óskarsson

Þetta er fyrir það fyrsta ekki afsökun. Þeir útskýra 'brandarann' og vonast svo til að engin hafi orðið sár útaf 'rangtúlkuninni' á honum. Ekki eitt orð um að kannski hafi nú verið ósmekklegt að draga nafn Thelmu inn í frekar ómerkilega pólitíska deilu.

Egill Óskarsson, 7.1.2007 kl. 00:54

2 Smámynd: GK

Mér finnst að Steingrímur ætti að snúa sér aftur að blakinu.

GK, 7.1.2007 kl. 01:24

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Klaufsk kona Katrín.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2007 kl. 01:29

4 identicon

Maður sáir því sem maður vill uppskera

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 02:41

5 identicon

Það hefur ekki komið nein afsökunarbeiðni frá vg bara útskýring.
Hélt að það væri eitthvað spunnið í Katrínu.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 10:49

6 identicon

Tilraun VG  til að útskýra það sem þeir  nú  vilja kalla  "brandara" er eitthvað það ömurlegasta ,sem ég hef  lesið á netinu.Sannkölluð sóðaskrif.Þetta  heitir  raunar á íslensku að klóra yfir skítinn sinn. Þeir sem  svona skrifa og  sækjast eftir  trúnaðarstörfum í þágu almennings hafa vonandi ekki  erindi sem erfiði.

Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 11:01

7 identicon

að gera svona mikið úr einum litlum brandara sýnir að málefnalega liggja sjálfstæðisflokksmenn og kjósendur þeirra allir í skítnum af eigin lágkúru. Þeir hafa ekkert get til þess að rétta hag þeirra sem hafa það verra, einsog t.d konur og börn fyrir réttarkerfinu, og þannig mætti endalaust telja upp, verk þeirra eru öll svo slæm og miðast algerlega við það að vernda hlutabréf en ekki líf, og að vernda fyrirtæki en ekki fólk. Þið sjáið ekki sannleikann og eruð sorgleg í ykkar lágkúru varðandi þetta mál, þarsem þið reynið að sverta æru þeirra einu sem hafa talað um alvöru baráttumál undanfarin ár - Múrinn stendur uppúr sem málefnalegt vefrit, það vita allir sem hafa eitthvað fylgst með á netinu undanfarin ár. Þar er sannleikurinn skrifaður og fólkið þar sýnir óvenju mikla samúð og berst fyrir lítilmagnanum bæði í orði, og eftir því sem öll þjóðin ætti að vita, líka á borði. Katrín Jakobsdóttir er afburða manneskja og félagar hennar líka. Þessi þjóð er því miður heilaþvegin af rugli í sjálfstæðismönnum og því meira og minna siðblind. Kjósendur þeirra myndu í alvörunni frekar sjá fegurð í tölum um hlutabréf, heldur en í barni vinstrimanns eða litlu dýri.

það er rosalega aumkunarvert að horfa uppá flokksmenn allra flokka stökkva til og ráðast að VG með þessum hætti. Það sýnir hvað ykkur finnst um allra þeirra femínísku baráttu, og baráttu þeirra fyrir réttindum kvenna og barna einsog Telmu Ásdísardóttir fyrir lögum. Og þau hafa líka gert sitt til þess að leiða huga ykkar að ástandi útí heimi, þarsem þjóðarmorð eru framin og fleira. Einu skrifin sem eru ósmekkleg eru þau sem þið látið frá ykkur, ef þið stöðvið VG að einhverju leiti með einelti og lágkúrulegri viðurstyggð, þá eruð þið sjálf enn meira samsek en áður í því að börn sem eru misnotuð fái ekki neitt síðbúið réttlæti og þið eruð samsek nauðgurum og öllum sem gert hafa lítið úr alvarlegum kynferðisglæpum.

Auðvitað eruð þið sjálfstæðismenn og skoðanabræður ykkar mjög öfundsjúkir og litlir í ykkur, vegna afreka hins litla flokks VG í því að halda sjónarmiðum umhverfisverndar á lofti og í því að berjast fyrir rétti fórnarlamba kynferðisbrotamanna. Ég segi auðvitað því; allan tímann sem þið hafið verið í stjórn hafið þið gert allt til þess að taka ekki á þessum málum. Þið hugsið bara um fyrirtæki og hlutabréf. Það er sorglegt, og sorglegast er þegar þið snúið svona útúr einhverju málefni og svertið karakter manns (steingríms j) sem hefur ekketrt gert annað en það að reyna að minnast á femínisma og hefur verið hetja sem bjargar mannslífum og berst fyrir rétti lítilsmagnans. Það er óskandi að það þurfi ekki að mata þetta ofaní þjóðina, en svona er það nú!

Þeir sem vilja vita einhverjar staðreyndir um það sem skeði í alvörunni milli Möggu Frímanns og Steingríms J í fortíðinni, áður en hann varð nánast eini marktæki femínistinn á Alþingi, ættu að kíkja á blogg Páls Vilhjálmssonar blaðamanns.... 

anna símonardóttir (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 11:21

8 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

 Er ekki allt í lagi ??? ( ath hér fyrir ofan ) Ég skil nú ekki alveg þessa athugasemd hér fyrir ofan.  En ég tel það lákúrulegt af af Katrínu að draga hörmungar Thelmu inn í stjórnmálaumræðu, þær hörmungar sem sú kona lenti í, eru ekki tilefni í að gera gis af.

Sigrún Sæmundsdóttir, 7.1.2007 kl. 13:29

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Vil þakka öllum fyrir góð komment, sérstaklega Eiði Guðnasyni fyrir gott komment, sem ég er mjög sammála.

Hvað varðar skrif Önnu Símonardóttur vil ég ítreka fyrri skrif, þau eru eðlileg í ljósi þess að Múrinn er að nota nafn Thelmu Ásdísardóttur í því að reyna að gera lítið úr bók Margrétar Frímannsdóttur. Það hittir þau á Múrnum sjálf fyrir og engan annan. Það er til skammar að reyna að verja svona ómerkileg skrif eins og þau er sáust á Múrnum á gamlársdag 2006.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.1.2007 kl. 15:39

10 Smámynd: halkatla

já það er ekki í lagi hjá mér. ég á ekki til orð yfir því að þið ætlið að gleyma öllu því góða sem Katrín Jakobsdóttir og fólk einsog Atli Gíslason hefur barist fyrir, allt vegna einhverrar setningar í áramótagrín annál á múrnum.is

ég varpa sömu spurningu bara uppá ykkur! og mér ofbýður samviskuleysið og þessi falski vitnisburður um gott fólk sem þið veltið ykkur uppúr, allavega hér á þessari síðu, en samt kannski ekki von á öðru... 

í besta falli vex ykkur samviska, annars bara er engin von.

halkatla, 7.1.2007 kl. 20:01

11 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta voru auðvitað mjög klaufaleg og vond ummæli hjá þeim á Múrnum. Meira að segja leiðtogi VG í borgarstjórn hefur sagt það, svo að þeim fer nú fækkandi sem reyna að verja ummælin sem málið snýst um. Hvernig málið fer með Katrínu er óvíst, en ég tel að hennar heiðarlegasti og besti leikur í stöðunni nú væri að hreinsa málið með því að biðjast einlæglega afsökunar. Varla getur það enda öðruvísi með góðu fyrir hana og Múrinn.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.1.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband