Síðasta embættisverk Kristjáns Þórs

Kristján Þór Júlíusson Það fer vel á því að síðasta embættisverk Kristjáns Þórs Júlíussonar á löngum og litríkum bæjarstjóraferli hér sé að taka fyrstu skóflustunguna að fjölnota íþróttahúsi í Hrísey. Það var hátíðarstund út í ey í gær þegar að þessum merka áfanga var náð. Eitt merkasta verkið á níu ára bæjarstjóraferli Kristjáns Þórs er einmitt að mínu mati sameining Akureyrarbæjar og Hríseyjarhrepps fyrir þrem árum, en hún hefur verið mjög farsæl.

Í sameiningarkosningu samhliða forsetakjöri í júní 2004 ákváðum við íbúar í þessum tveim sveitarfélögum að taka höndum saman til framtíðar með afgerandi hætti á báðum stöðum. Yfirgnæfandi meirihluti var til staðar við sameiningu. Á þeim degi sem forseta- og sameiningarkjörið fór fram fann ég vel að áhugi fólks hér var mun frekar bundinn við sameiningarkosninguna en forsetakjörið, en megintíðindi þess var að yfir 20% fólks skilaði auðu í kjöri þar sem sitjandi forseti var í framboði.

Það sem ég met mest í bæjarmálunum hér síðustu árin er einmitt þessi samvinna Akureyringa og Hríseyinga sem hefur verið mjög farsæl. Það hefur gengið vel að vinna saman og fyrir okkur í flokksstarfinu innan Sjálfstæðisflokksins hér á Akureyri hefur verið notalegt að kynnast góðum félögum okkar út í eyju, en þar er starfandi flokksfélag í okkar nafni. Ég komst því miður ekki út í eyju í gær til að verða viðstaddur þessa athöfn, en það fór ekki á milli mála í kosningabaráttunni í fyrravor að þetta mál var það sem að íbúar í Hrísey lögðu mesta áherslu á og var þeirra hjartans mál. Það er svo sannarlega skiljanlegt og gleðilegt að það verði að veruleika nú.

Mörgum finnst það eflaust merkilegt að síðasta embættisverk Kristjáns Þórs á litríkum bæjarstjóraferli sé á vettvangi í Hrísey, nýjasta hverfi Akureyrarbæjar. Mér finnst það viðeigandi að þar sé síðasta stórverkið, enda var þetta íþróttahús stórt í huga okkar sjálfstæðismanna og við höfum klárað málið í samstarfi við Samfylkinguna nú.

Það er mjög gott að málið sé klárað á þeim tímapunkti sem Kristján Þór lætur af embætti bæjarstjóra og heldur til verka á öðrum vettvangi. Önnur verkefni taka nú við innan meirihlutans og verður fróðlegt að fylgjast með forystu nýs bæjarstjóra í þeim efnum.

mbl.is Skóflustunga tekin að íþróttahúsi í Hrísey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband