Svandís ver ekki skrifin á Múrnum

Svandís Svavarsdóttir Það vakti athygli að Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi VG, reyndi með engu móti að verja áramótaskrifin á Múrnum um Margréti Frímannsdóttur og Thelmu Ásdísardóttur í Silfri Egils nú eftir hádegið. Það er varla furða, enda teljast þessi skrif Múrverja óverjandi og klaufsk. Það er með ólíkindum að Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG og leiðtogi flokksins í öðru borgarkjördæmanna, hafi ekki notað tækifærið í gær til að biðjast einlæglega afsökunar á skrifunum.

Þeim fer fækkandi sem leggja upp í að verja Múrinn og þessi skrif sem einkennst af kergju og gremju í garð Margrétar Frímannsdóttur, sem skrifaði pólitíska ævisögu sína fyrir jólin og skrifaði þar um samskipti sín og Steingríms J. Sigfússonar á stormasömum árum innan Alþýðubandalagsins. Heift er í garð Margrétar fyrir þau söguskrif. Það sjá allir sem lesa Múrinn og hin frægu ummæli þar um bók Margrétar og sáu vandlætingarsvipinn á Steingrími J. í Kryddsíld á gamlársdag er rætt var um þessa bók. Þar vildi hann með engum hætti ræða eða fara yfir skrif Margrétar. Athyglisvert það.

Þeir voru sennilega fáir sem höfðu hugmyndaflug í það á gamlársdag þegar að áramótaumfjöllun Múrsins var lesin að þar væri verið að grínast með Jón Baldvin Hannibalsson. Þetta er einhver lélegasta eftiráskýring eða hol afsökun sem ég hef lengi séð í stjórnmálaumræðu. Hví var nafn Thelmu Ásdísardóttur nefnt í sömu mund og Margrétar Frímannsdóttur og bókar hennar? Hefur einhver innan VG húmor fyrir svona skrifum? Eftir stendur að þetta var mjög ósmekklegt og þetta fór fyrir brjóstið á mörgum. Það er lítilmannlegt að skrifa með þessum hætti og það er ekki hlaupið að því að verja það.

Það sést sífellt betur að þessi skrif eru að verða mikið fótakefli og vandræðabarn fyrir VG. Hvernig getur femínisti sem á að taka alvarlega í stjórnmálaumræðu gert grín að lífsreynslusögu Thelmu, sem varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi í æsku sinni, og ekki beðið viðkomandi afsökunar á misheppnuðum brandaranum? Það er ekki furða að Svandís leggi ekki í að verja skrifin, enda eru þau óverjandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála,  skil ekki hvernig meint minnisleysi eða rangminni Margrétar sé nefndur í sömu setningu og minningar Thelmu.  Það er gróf móðgun við Thelmu en ekki finnst Múrverjum það afsökunarvert.

Þóroddur (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 19:23

2 Smámynd: TómasHa

Það vilja engir alvöru stjórnmálamenn fá neinar teningar við þetta.  Svandís er skynsöm, veit að þetta er hot hot og þeir Múrsmenn verða bara sjálfir að losa sig úr þessu. 

Það má velta fyrir sér hvort ekki hefði verið einfaldlega betra að svara þessu engu.  

Það hefði amk. alltaf verið betri en þessi svör sem komu á endanum 

TómasHa, 7.1.2007 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband