Ómerkilegar kjaftasögur um Magna

Magni Það er ekki hægt að segja annað en að spjallsíður og fjöldi vefa hafi verið logandi í umræðu í kjölfar sambandsslita Magna Ásgeirssonar og Eyrúnar Haraldsdóttur, sem urðu opinber nú fyrir nokkrum dögum. Vondur fylgifiskur þessara fregna hafa verið kjaftasögur og ómerkileg skrif víða.

Nú virðist fátt meira rætt á netinu en nafnlausar kjaftasögur á spjallvefum að Magni og Dilana, sem var með honum í RockStar Supernova hafi átt í ástarsambandi sem leitt hafi til sambandsslitanna. Þetta eru ómerkilegar kjaftasögur, mjög slæmur fylgifiskur frægarinnar, eins og ég sagði hérna á vefnum í gær.

Það er víst segin saga með Íslendinga að Gróa á Leiti býr í hugum margra. En þetta er allt mjög leiðinlegt mál. Þetta gekk reyndar svo langt að, skv. visir.is, að opinberri aðdáendasíðu Magna, www.magni-ficent.com, var lokað í gær eftir að einn notandi gekk svo langt að falsa frétt um þessar sögusagnir og notaði til þess útlit CNN-fréttastofunnar.

Svo er talað um kjaftagang á barnalandi, þar sem allt mun undirlagt í kjaftasögum og umræðu um þessi mál. Það er reyndar með ólíkindum að nafnið barnaland sé yfirheiti þeirrar kjaftasamkundu sem það spjall er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Björnsson

Því miður koma svona viðbrögð fáum á óvart og ef maður vill lesa og skoða allar verstu kjaftasögur landsins, er barnaland sá vettvangur. Eins og vefurinn málefnin.com Þar skrifa menn og meyjar undir nafnleynd og telja sig þar með geta látið allt flakka og helst það sem logið er.

Við búum við afar skemmda almenningssál sem maður á tímum er við það að gefast upp á. Og já, Gróa á Leiti er afar vel búttuð þessa dagana, sjaldan mögur kvendin sú.  

Sigurpáll Björnsson, 7.1.2007 kl. 19:53

2 Smámynd: halkatla

ég hef ekki rekist á þetta, en sumir hafa kannski yndi af því að velta sér uppúr soralegum kjaftasögum, og að búa til rógburð um fólk sem byggir á engu og lítilsvirðir góða einstakling.... ég er ekki þannig. 

halkatla, 7.1.2007 kl. 20:03

3 Smámynd: TómasHa

Þetta fylgir bara að vera svona frægur.  Ég held að íslenskt frægðar fólk sé nokkuð heppið miða við erlendis. Þetta fólk getur farið í kringluna án þess að ráðist að því.  

Magni er hins vegar ný tegund af frægð, þetta er ekki bara innlend heldur líka erlend.  Þetta með CNN var væntanlega erlendur "aðdáandi".

Hitt er annað mál að maður vill ekki lenda í vefnum Barnaland... 

TómasHa, 7.1.2007 kl. 21:17

4 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Sá þessa frétt inn á Austurladid.is bara orðuð venjulega.

Það er auðvitað sorglegt þegar fólk skilur. Óþarfi að fara í einhverjar pælingar yfir því finnst mér, svo stutt síðan og varla yfirstaðið.

Óska þeim alls hins besta þau voru bæði skemmtileg og einlæg í fjölmiðlum.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 7.1.2007 kl. 21:36

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka ykkur fyrir kommentin og góða punkta í umræðuna.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.1.2007 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband