Hvar er umburðarlyndið og kærleikurinn?

Að mínu mati á umburðarlyndi og kærleikur að vera leiðarstef kristinnar trúar. Hana á að boða bæði í orði, og mun frekar þó, í verki. Hví er það óeðlilegt á árinu 2009 að samkynhneigðir söngvarar komi fram í jólaskemmtun? Í ljósi þess að fjölmörgum gestum hefur verið boðið til að syngja með kór Fíladelfíu er eðlilegt að velta fyrir sér hvort það skipti máli hver kynhneigð söngvarans er. Á þetta ekki að vera notaleg og hugljúf stemmning þar sem tónlistin leikur aðalhlutverkið?

Vissulega er hægt að hafa ólíkar skoðanir á einkalífi fólks - í þeim efnum gildir þó að hver og einn ræður sínu lífi. Við eigum að virða frelsi fólks til að hafa skoðanir og móta líf sitt sjálft. Forræðishyggja í þeim efnum boðar aldrei gott, heldur ekki öfgar og einstrengingsháttur.

Því finnst mér leitt að við séum ekki komin lengra en þetta - að tekist sé á um hvort söngvarinn sé gagn- eða samkynhneigður. Þetta rýrir aðeins þessa jólaskemmtun, enda hef ég talið hingað til að sú skemmtun sé kærleiksrík samkoma þar sem gleðin nýtur sín.

Svo má deila um hvort þessi mótmæli séu rétt skilaboð á móti þeirri ákvörðun að vísa Friðriki Ómari og öðrum vinsælum samkynhneigðum söngvurum á dyr. Hver og einn verður að hafa sína skoðun.

En það er leitt að trúin snúist ekki um umburðarlyndi og kærleika heldur öfgar - slíkt boðar aldrei gott.


mbl.is Samkynhneigðir kyssast í Fíladelfíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband