Stjórnarandstaðan stendur vaktina gegn Icesave

Stjórnarandstaðan á hrós skilið að vera ábyrg, standa vaktina gegn Icesave, og taka slaginn við stjórnarmeirihlutann þegar æ fleiri skrifa undir áskorun til forsetans til að senda málið í þjóðaratkvæði fari svo að það verði samþykkt í þinginu. Reyndar er það svo að sá stuðningur er að nálgast þau viðmið sem nefnd eru í lagafrumvarpi í þinginu til að sjálfkrafa fari fram þjóðaratkvæði um þýðingarmikil mál. Vilji þjóðarinnar er skýr - hún fái að segja sitt álit á Icesave.

Sumir tala um málþóf í þinginu. Ekki er óeðlilegt að stjórnarandstaðan standi vaktina sameinuð og taki slaginn. Enda eðlilegt að ræða málið fram og til baka, einkum þegar þingmenn stjórnarmeirihlutans vilja ekki eiga orðastað við stjórnarandstæðinga. Þá dugar ekkert annað en alvöru vinnubrögð í slíkri stöðu. Það gerist nú í þinginu. Enda á stjórnarandstaðan ekki að sitja og standa eins og stjórnarparið vill, þó það fari í taugarnar á Þorláki þreytta frá Gunnarsstöðum.

Reyndar er það skondið að þeir tali með hneykslan um málþóf sem staðið hafa í ræðustól klukkustundum saman og talað gegn stórum málum. Forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir á enn ræðumetið í þinginu, talaði klukkustundum saman gegn húsnæðislagafrumvarpi Páls Péturssonar fyrir rúmum áratug. Það met verður ekki slegið af þessari stjórnarandstöðu, enda komin ný þingsköp til sögunnar.

Vinstri grænir eru allt í einu orðnir settlegir og þægir - sú var tíðin að þeir börðust gegn núverandi þingsköpum því ekki mætti stytta ræðutíma stjórnarandstöðu, til að hún gæti veitt nauðsynlegt aðhald í þingumræðunni. Þau rök eru löngu gleymd, enda helstu kjaftaskarnir þar komnir með dúsu upp í sig á ráðherrabekkjunum eða eru orðnir eins og hundar nýsloppnir af tamninganámskeiði.

mbl.is Fundi frestað á sjötta tímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband