Rannsakađ hvort ađ Carl Bildt hafi ţegiđ mútur

Carl Bildt Ríkissaksóknaraembćttiđ í Svíţjóđ hefur nú hafiđ opinbera rannsókn á viđskiptum Carl Bildt, utanríkisráđherra Svíţjóđar, međ hlutabréf í rússneska fjárfestingarfélaginu Vostok Nafta. Bildt sat í stjórn fyrirtćkisins um árabil en lét af stjórnarsetu ţar í október er hann varđ utanríkisráđherra í stjórn borgaraflokkanna undir forsćti Fredrik Reinfeldt. Athuganir sýna ađ Bildt hafi fengiđ 50 milljónir íslenskra króna fyrir setu sína í stjórn fyrirtćkisins.

Yfirvöld telja ađ í ţeirri upphćđ sé um duldar mútur ađ rćđa, einkum ţar sem ţessi upphćđ er ekki í samrćmi viđ ţá vinnu sem Bildt hefđi vćntanlega innt af hendi međ venjulegri stjórnarsetu. Ţetta mál hefur vofađ yfir Bildt síđustu vikurnar en ţessi upphćđ og bakgrunnur stjórnarsetunnar almennt hefur veriđ umdeilt álitaefni í sćnskum stjórnmálum frá ţví ađ Bildt kom aftur á vettvang sćnskra stjórnmála í haust, eftir tćplega áratug utan sviđsljóss stjórnmálanna.

Carl Bildt var forsćtisráđherra Svíţjóđar árin 1991-1994 í stjórn borgaraflokkanna, en hćtti í stjórnmálum eftir ađ mistakast ađ fella stjórn jafnađarmanna áriđ 1998 og lét öđrum eftir flokksforystuna í Moderata. Ţađ stefnir margt í ađ ţetta mál verđi Bildt vont og eru sćnskir fréttaskýrendur farnir nú ađ spyrja sig ţeirrar spurningar hvort hann missi ráđherraembćttiđ.

Hneykslismál hafa ţjakađ stjórn borgaralegu aflanna allt frá fyrsta degi, en tveir ráđherrar neyddust til ađ segja af sér strax í október á fyrstu valdadögunum, viđskiptaráđherrann Maria Borelius og menningarmálaráđherrann Cecilia Stegö Chilo. Báđar höfđu ţćr pólitíska beinagrind í skápnum sínum.

mbl.is Saksóknari rannsakar hlutabréfaviđskipti Bildts
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband