Sukkuð vinnubrögð - þarfar uppljóstranir

Þeir á WikiLeaks eiga hrós skilið fyrir að hafa birt mikilvæg gögn sem varpa ljósi á aðdraganda bankahrunsins og veruleikann sem hefur verið í gangi í íslensku viðskiptalífi. Lánabók Kaupþings, nú AraJóns, var plagg sem gott var að fá fram í dagsljósið og opna umræðuna um siðlaus vinnubrögð í bankakerfinu og sukkað andrúmsloft í kringum eigendurna.

SMS-skilaboðin á milli Þorsteins Ingasonar og Finns Ingólfssonar, fyrrum ráðherra og seðlabankastjóra, eru merkilegt innlegg í umræðuna - gefa til kynna skjalafals á æðstu stöðum í Kaupþingi. Kannski ekki mesta uppljóstrun síðustu vikna, hvorki innan eða utan þessa vefs, en ágætis innsýn í vinnubrögðin bakvið tjöldin.

Efa ekki að brátt munu mikilvæg skjöl fara að leka. Öll bíðum við svo eftir rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem vonandi verður tappað af ólgunni og óánægjunni meðal landsmanna. Allir bíða eftir skýrslunni og vona að hún verði ekta uppgjör. Upphaf á nýjum tímum.

Án uppgjörs á fortíðinni verður erfitt að horfa til framtíðar og hugsa um nýja tíma í samfélaginu.

mbl.is SMS skilaboð til Finns birt á Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband