Ögmundur og Lilja fara gegn flokksaganum

Niðurstaðan í atkvæðagreiðslu var að mestu fyrirsjáanleg. Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir eiga þó heiður skilið fyrir að þora að fara gegn flokksaganum og þrýstingi frá Samfylkingunni í þessari kosningu.

Þau styrkjast pólitískt með því að standa í lappirnar meðan margir flokksfélagar þeirra þora því ekki. Þau fóru allavega ekki á hlýðninámskeiðið með Atla Gíslasyni, sem var sendur í frí til að þurfa ekki að kjósa um Icesave.

Lágkúrulegt.

mbl.is Meirihluti samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband