Þjóðin vill eiga síðasta orðið um Icesave

Ég er ekki undrandi á því að stór hluti þjóðarinnar sé andvíg því að stjórnmálamenn eigi síðasta orðið í Icesave-málinu, allra síst veikburða ríkisstjórn með vart starfhæfan þingmeirihluta í málinu. Umboð stjórnmálamanna til að klára málið er vægast sagt veikt - þjóðin vill fá að tjá sig um málið, taka af skarið í þessari risavöxnu skuldbindingu fyrir komandi kynslóðir Íslendinga.

Skilaboðin eru skýr. Forseti Íslands á erfitt verkefni fyrir höndum - hann verður að taka afstöðu til þess hvort þjóðin eigi að eiga síðasta orðið eða stjórnmálamenn. Sú afstaða ætti því varla að vera svo erfið þegar hann horfir til eigin orða í fjölmiðlamálinu árið 2004. Þá talaði hann skýrt til þjóðarinnar í yfirlýsingu frá Bessastöðum.

Hann hlýtur að vera sjálfum sér samkvæmur og horfa til eigin orða á þeim umbrotatímum þegar hann virkjaði sjálfur 26. greinina. Hann mótaði þá leikreglur sem hann getur ekki gleymt í þessu máli, þegar rúmlega 30.000 Íslendingar hafa krafist þjóðaratkvæðis um Icesave.

Augljóst er að gjá er milli þings og þjóðar í þessu risavaxna máli. Valkostir forsetans virðast einfaldir: vísa málinu til þjóðarinnar eða segja af sér embætti sé hann maður orða sinna, standi við eigin leikreglur frá árinu 2004.

Hann er algjörlega ómarktækur og gerir forsetaembættið ómerkilegt og óþarft á sinni forsetavakt ætli hann að reyna að skjóta sér undan eigin orðum frá árinu 2004.

mbl.is Meirihluti vill kjósa um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband