Dramatíkin um Tiger

Held að allir séu orðnir fullsaddir af dramatíkinni um golfarann Tiger Woods og líflegt einkalíf hans. Athygli fjölmiðla á því að rústa dýrlingsmynd Woods sem íþróttamanns hefur verið botnlaus og hann klúðraði sínum málum með því að aftengja ekki sprengjurnar þegar í upphafi.

Engu að síður hefur þessi fjölmiðlaumfjöllun farið yfir öll eðlileg mannleg mörk. Engu er líkara en þetta sé það merkilegasta sem gerist í Bandaríkjunum og kylfingurinn virðist undir meiri smásjá en Obama forseti.

Bandaríska pressan er óvægin og hefur sýnt það í þessu máli. Tiger virðist vera nýja eftirlæti þeirra eftir að Britney hætti að skandalísera.

mbl.is Tiger hættir keppni ótímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband