Ráðist á Silvio Berlusconi í Mílanó

Árásin á Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, er til marks um hversu umdeildur hann hefur alla tíð verið í alþjóðlegum stjórnmálum. Berlusconi, sem hefur þrisvar orðið forsætisráðherra á einum og hálfum áratug og setið lengst við völd í pólitískri sundrungu á Ítalíu eftir síðari heimsstyrjöld, hefur ætíð starfað með þeim hætti að það kallar á aðdáun eða hatur, ekkert millibil á því.

Þó forsætisráðherrann sé umdeildur og hann hafi vakið athygli fyrir skrautlegt einkalíf og glanslega tjáningu um menn og málefni er þessi árás á hann þó ekki til sóma. Þeir sem beita ofbeldi, stjórna gjarnan með ofbeldi. Þeir sem skreyta sig með friðarskoðunum hljóta því sérstaklega að vera ósátt með þessi vinnubrögð.

Þó deila megi um Silvio Berlusconi og verk hans er þetta árás af því tagi að hún er engum til sóma.

mbl.is Sló Berlusconi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband