Áhrif myndsímans í kjölfar aftöku Saddams

Saddam HusseinHver hefði trúað því fyrir nokkrum vikum að myndsíminn yrði jafnafdrifaríkur við aftöku Saddams Husseins og raun bar vitni? Nú hefur nýtt myndband birst, tekið í gegnum myndsíma af líki Saddams í kjölfar aftökunnar. Er þar nærmynd af líkinu og sést þar mikið sár á hálsinum. Þetta myndband er nú, rétt eins og hið fyrra, komið á netið og virðist brátt verða meginumræðuefnið í kjölfar aftökunnar

Fyrra myndskeiðið hafði úrslitaáhrif á umræðu meðal almennings gegn aftökunni og dauðarefsingum almennt. Flestir fylltust óhug við að sjá það myndefni sem umheimurinn sá innan við sólarhring eftir aftökuna. Þar sáu allir jarðarbúar aftökuna með raunsæjum og afgerandi hætti, ljóslifandi með vondum myndgæðum en afgerandi áhrifum. Myndsíminn færði kaldhæðnislega síðustu skilaboð Saddams í lifanda lífi. Merkileg endalok það. Það voru eflaust ekki þau skilaboð sem að var stefnt að færa umheiminum.

Hefði umheimurinn aðeins séð klippuna sem stjórnvöld dreifði hefði umræðan orðið önnur en ella varð. Þessi afgerandi vitnisburður aftöku Saddams telst væntanlega þýðingarmesta myndsímaupptakan til þessa. Ofan á allt annað var ógeðfellt að sjá og heyra orðaskipti böðlanna og Saddams áður en sá síðarnefndi fór niður gálgann og snaran hertist um háls hans. Það er óviðunandi andrúmsloft sem þar blasti við og þessi aftaka fékk á sig blæ hefndar en ekki réttlætis í kjölfar dóms. Þessi myndsímaupptaka varð mun raunsærri útgáfa af sannleikanum eins og hann var á þessum vettvangi.

Upptaka aftökunnar í gegnum myndsímann höfðu þau áhrif að andi stundarinnar var fangaður á mynd. Vissulega var klippan gróf og ógeðsleg, en hún sýndi óásættanlegt andrúmsloft við aftöku. Hún breytti umræðunni í kjölfar dauða Saddams. Á því leikur enginn vafi. Það er reyndar umhugsunarefni að tvær myndklippur teknar á myndsíma frá þessu augnabliki dauða Saddams séu til og leiðir hugann að því hvernig staða mála var á þessum stað í Bagdad er einræðisherrann fyrrverandi dó með sama hætti og mörg fórnarlömb valdatíðar hans.

Enginn efast lengur um áhrifamátt myndsímans eftir þetta. Svo mikið er víst.

mbl.is Nýtt myndband af líki Saddams birt á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband