Sigrún Björk bćjarstjóri - tímamót í bćjarmálum

Sigrún Björk Jakobsdóttir Sigrún Björk Jakobsdóttir tók viđ embćtti bćjarstjóra á Akureyri á bćjarstjórnarfundi fyrir stundu. Hún var kjörin eftirmađur Kristjáns Ţórs Júlíussonar á bćjarstjórastóli međ atkvćđum átta bćjarfulltrúa meirihluta Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar og minnihlutafulltrúa Lista fólksins. Sigrún Björk er nú leiđtogi Sjálfstćđisflokksins í bćjarstjórn Akureyrar. Kristján Ţór, sem veriđ hefur bćjarstjóri á Akureyri í níu ár eđa frá 9. júní 1998, var á fundinum kjörinn forseti bćjarstjórnar. Hann mun ţví sitja áfram í bćjarstjórn en víkur nú úr öllum nefndum.

Sigrún Björk er tíundi bćjarstjórinn í sögu Akureyrarkaupstađar, frá árinu 1919, og er fyrsta konan sem gegnir embćttinu. Hún hefur átt sćti í bćjarstjórn Akureyrar frá kosningunum 2002 og varđ forseti bćjarstjórnar í stađ Ţóru Ákadóttur í kjölfar kosninganna voriđ 2006. Hún var formađur menningarmálanefndar og Akureyrarstofu 2002-2007 og var varaformađur bćjarráđs ţar til í dag. Elín Margrét Hallgrímsdóttir, bćjarfulltrúi, verđur nú varaformađur bćjarráđs og framkvćmdaráđs og formađur Akureyrarstofu, auk ţess ađ vera formađu skólanefndar.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, bćjarstjóri á Akureyri, er fćdd 23. maí 1966. Hún er stúdent frá Menntaskólanum viđ Sund og útskrifađist úr IHTTI hótelstjórnunarskólanum í Sviss áriđ 1990. Einnig hefur hún lokiđ námi í nútímafrćđum viđ Háskólann á Akureyri og stjórnunarnámi á vegum Símenntunar HA. Sigrún hefur starfađ sem hótelstjóri á Hótel Austurlandi, í sölu- og markađsdeild Hótel Íslands, veriđ hótelstjóri á Hótel Norđurlandi, deildarstjóri hjá Úrvali-Útsýn, verkefnastjóri hjá Menntasmiđjunni á Akureyri og verkefnastjóri hjá Price Waterhouse Coopers.

Leiđtogaskipti hjá okkur sjálfstćđismönnum í bćjarmálum eru mikil tímamót fyrir okkur sem höfum unniđ í félagsstarfi flokksins, en viđ höfum leitt bćjarmálin í tćpan áratug. Kristján Ţór Júlíusson var allan sinn bćjarstjórnarferil mjög áberandi í sínum verkum og veriđ afgerandi leiđtogi. Brotthvarf hans sem leiđtoga bođar nýja tíma í bćjarmálunum, en hann heldur áfram í bćjarmálum en á öđrum vettvangi ţar. Hann mun nú taka viđ stjórn bćjarstjórnarfunda og verđa forystumađur bćjarstjórnarinnar. Flestum sjálfstćđismönnum er ţakklćti í huga í garđ pólitískrar forystu Kristjáns Ţórs á ţessum tímamótum, en hann hefur fćrt okkur öfluga forystu og leitt okkur til góđra sigra.

Ég vil óska nýjum bćjarstjóra, góđri vinkonu og öflugum samherja í innra starfi flokksins hér um langt skeiđ, til hamingju međ merkan áfanga. Viđ sjálfstćđismenn á Akureyri erum stoltir ađ ţví ađ fyrsta konan sem verđur bćjarstjóri sé úr Sjálfstćđisflokknum. Í ţessu felast tímamót í bćjarmálunum - auk ţessa eru enn ein tímamótin sem verđa međ kjöri Kristjáns Ţórs sem forseta bćjarstjórnar, en hann er fyrsti bćjarstjórinn í sögu Akureyrarkaupstađar sem tekur viđ ţví embćtti.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband