Þvermóðska Steingríms J.

Alveg er það stórmerkilegt að fylgjast með Steingrími J. Sigfússyni. Sama hvaða faglegt álit birtist um afleita stöðu íslenska ríkisins með Icesave-skuldbindingunum þverskallast hann við - talar hann gegn því af mikilli hörku. Hann veit jú allt best og skilur allt best, betur en allir þessir sérfræðingar og lærðu menn sem hafa unnið að slíku mati, peningalegu sem lögfræðilegu árum ef ekki áratugum saman. Hann er eins og haninn á haugnum.

Einhverntímann var svona þvermóðska talin jafngilda því að berja hausnum við steininn sama hverjar staðreyndir væru - hver veruleikinn væri. Hvað hefði verið sagt ef Davíð Oddsson og Geir H. Haarde hefðu varið eigin skoðanir gegn lögfræðilegu og efnahagslegu áliti fræðimanna og greiningaraðila með því að segja það neikvætt og taka svo ekkert mark á því?

Illa er komið fyrir íslensku þjóðinni þegar við völd situr fólk sem fer sínar eigin leiðir og hlustar ekki á sérfræðinga sem hafa nær algjörlega fellt dóm um að þjóðin standi ekki undir skuldbindingunum. En stjórnarparið fer sínar leiðir. Þau vita betur en allir aðrir. Þvílík veruleikafirring!

mbl.is Forsendur IFS-álits svartsýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband