Vænn skammtur af hvítum jólum á Akureyri

Ég vona að allir hafi notið jólanna, haft yndislega stund með vinum og ættingjum, lesið góðar bækur eða horft á góðar myndir um jólin. Jólahátíðin er sælustund par excellance - hér fyrir norðan hefur snjórinn sett mikinn svip á hátíðina, mikið snjóað og verið þungfært um bæinn. Hef verið lítið á ferð um helgina; lesið jólabækurnar, horft á jólamyndir og borðað góðan mat. Eins og þetta gerist best.

Stemmningin minnir allnokkuð á jólin 2004 þegar mikill snjór var í bænum og blindbylur á aðfangadag. Þá var ekki hægt að komast upp í kirkjugarð á aðfangadag en það gekk betur nú þó mikið hefði snjóað uppi á höfða og mikill kuldi. En margir fóru þangað að þessu sinni og áttu notalega stund síðdegis á aðfangadag, rétt fyrir komu jólanna.

Hef forðast alveg að hlusta á fréttir um hátíðirnar og fyrst og fremst reynt að forðast að eyða miklum tíma í að moka snjó en þess í stað eiga góða og notalega stund heima. Bækurnar eru góðar að þessu sinni og alltaf nóg til af góðum myndum. Því er um að gera að taka því rólega.

En óhætt að segja að vænn skammtur hafi verið af hvítum jólum hér þetta árið. Þeir sem vildu hvít jól fengu allavega ósk sína uppfyllt og gott betur en það. Kannski einum of :)

mbl.is Mikið fannfergi á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband