Guðmundur Sesar er maður ársins 2009

Frásögn séra Jónu Hrannar Bolladóttur um hinstu stundir Guðmundar Sesars Magnússonar, sem fórst í sjóslysi fyrir austan, fyrr í þessum mánuði hefur vakið mikla athygli og lætur engan ósnortinn. Þvílík hetja og þvílík fórnfýsi. Þetta er traust saga af hinni íslensku hvunndagshetju sem fórnar sér til að aðrir megi njóta betra lífs.

Að mínu mati er Guðmundur Sesar maður ársins. Þessi hetjusaga er samt aðeins ein viðbótin í frásögnina um hetjuna Sesar. Þegar ég las bókina um baráttu hans fyrir að bjarga dótturinni úr klóm eiturlyfjadjöfulsins var ég hugsi yfir krafti og baráttuþreki þessa manns. Baráttan var háð af hugsjón og sannri atorku.

Hinsta baráttan er samt þess eðlis að hún varpar enn nýju ljósi á þessa hvunndagshetju - íslensku hetjuna á örlagastundu. Þessi leiðarlok eru sorglegur endir á merkilegri ævi, en hann fórnaði sér fyrir aðra þá sem áður. Ég votta fjölskyldu Sesars innilega samúð mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband