Hvað varð um samvisku og sannfæringu þingmanna?

Pínlegt er að sjá Steingrím J. tukta til þingmenn vinstri grænna í Icesave með því að þeir verði að segja skilið við samvisku sína og sannfæringu sem kjörnir þingmenn. Forðum daga var þessi sami maður að flytja langar þingræður um mikilvægi þess að þingmenn stæðu vörð um sannfæringu sína og færu ekki á bak orða sinna - seldu ekki samviskuna fyrir völd.

En um Steingrím J, sem hefur svikið allar hugsjónir sínar í valdagræðginni, vonina um að fá að ráða meira á morgun en í dag og helst gefa ekkert eftir, má nota spakmælið: en það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann. Raunalegt en eilítið kómískt að sjá hvernig þessir vinstrimenn hafa umpólast í valdagræðginni á einni nóttu.

Nú er verið að tuska þingmennina til, skítt með hugsjónir, sannfæringu eða samvisku. Þeir þurfa að fara eftir liðsheildinni. Vinstri grænir minna æ meira á Framsóknarflokkinn með hverjum deginum sem líður. Raunaleg örlög, vægast sagt.

Ásmundur Einar Daðason verður að hugsa vel hvað hann gerir í þessum efnum. Hann má ekki láta valdagráðuga formanninn sinn spila með sig í þessum efnum. Vilji hann verða trúverðugur sem formaður Heimssýnar er valið einfalt.

Ég mun í það minnsta segja mig úr Heimssýn geti formaðurinn þar ekki staðið í lappirnar.

mbl.is Átök innan Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband