Gögnum leynt - uppljóstrun á elleftu stundu

Mér finnst það mjög alvarlegt mál að það sé upplýst á elleftu stundu fyrir atkvæðagreiðslu um Icesave að gögnum hafi verið leynt fyrir þingi og þjóð, lykilgögnum í málinu. Hverslags vinnubrögð eru þetta? Það er ekki viðunandi að 29. desember 2009 sé upplýst um lykilgögn sem stungið var undir stól í mars og apríl 2009, fyrir tæpu ári. Eða þaðan af síðar? Við erum að tala um stórt mál og það eru enn að detta inn gögn á fundinn rétt áður en gengið er til atkvæða.

Er það virkilega rétt að samninganefndin hafi leynt ráðherra og þingmenn gögnum og utanríkisráðherra hafi ekki setið fund á vegum Mischon de Reya. Var þetta kannski skyggnilýsingafundur með ráðherranum? Manni er spurn. Þingið á að stöðva umræðuna og kalla til fundar í fjárlaganefnd, hið minnsta, og kalla til aðalsamningamanninn, Svavar Gestsson, og fá svör við þessum álitaefnum.

Mér fannst það raunalegt að sjá Steingrím áðan segja sisvona: róið ykkur krakkar mínir, þetta er stormur í vatnsglasi. Meira ruglið. Þessi maður er ekki starfi sínu vaxinn og það er eðlilegt að fara að velta því fyrir sér hvort honum sé sætt lengur. Hann hefur klúðrað nóg þessi maður og þeir sem hafa unnið á hans vakt. Þetta mál er allt eitt klúður hjá þessum ráðherra!

mbl.is Uppnám á þingi vegna skjala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband