Traust umboð Sigrúnar Bjarkar í leiðtogastólinn

Mikil spenna var í Kaupangi í gærkvöldi þegar Anna Þóra, formaður kjörnefndar, las upp úrslit í prófkjöri okkar sjálfstæðismanna, enda engar millitölur birtar. Sigur Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur er afgerandi og traustur og hún hefur nú fengið sterkt umboð til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum í vor.

Sigrún Björk fékk góða kosningu í prófkjörinu 2006, fékk þá ein bindandi kosningu með Kristjáni Þór Júlíussyni og varð svo bæjarstjóri þegar hann fór í þingframboð og hefur leitt hópinn síðan, sem bæjarstjóri út þann tíma kjörtímabilsins sem ætlaður var Kristjáni Þór fyrst og leitt meirihlutann með Samfylkingunni.

Traust umboð Sigrúnar Bjarkar í leiðtogasætið gefur til kynna að almennir flokksmenn vilji að hún haldi sínum verkum áfram og fái tækifæri til að leggja verk sín í dóm kjósenda. Umboðið er líka það sterkt að hún verður væntanlega bæjarstjóraefni listans.

Hitt er svo annað mál að Sigrún hefur verið sterki leiðtoginn í bæjarstjórninni síðan Kristján Þór fór. Eftirmaður hennar sem bæjarstjóri hefur ekki slíka stöðu, enda fékk hann tvo þriðju atkvæða í leiðtogaframboði með engan keppinaut.

Sigrún Björk hefur haft afgerandi stöðu í bæjarfulltrúahópnum og í flokkskjarnanum. Úrslitin gefa til kynna að flokksmenn vilji traust akkeri í forystu listans og bjóða fram sterkan pólitískan valkost sem bæjarstjóra, eins og áður með KÞJ.

mbl.is Öruggur sigur Sigrúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband