Fjarvera formanns - Ingibjörg Sólrún mætt á Klörubar

ISG Eftir því sem kjaftasagan segir hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nú fetað í fótspor framsóknarmanna og er mætt til kosningasmölunar á Klörubar á Kanaríeyjum. Kanaríför formanns Samfylkingarinnar hefur vakið óskipta athygli stjórnmálaáhugamanna svona í hita og þunga lokadaga starfstíma Alþingis á kjörtímabilinu og á þeim tíma sem kosningabaráttan er hafin af fullum þunga.

Fjarvera Ingibjargar Sólrúnar frá blaðamannafundi stjórnarandstöðunnar á mánudag þótti mjög áberandi og spurðu ansi margir hvar formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins væri niðurkomin í veröldinni. Mikla athygli vakti að þar var mættur þingflokksformaður Samfylkingarinnar (og fyrrum flokksformaður) sem fulltrúi flokksins við hlið formanna minni flokka stjórnarandstöðunnar; Guðjóns Arnars og Steingríms J. en ekki varaformaðurinn Ágúst Ólafur, fyrst formaðurinn var ekki á landinu.

Það munu margir velta fyrir sér að formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins sé farin í sólarlandafrí á þessum tíma og yfirgefi pólitíska sviðið á þessum pólitíska mikilvæga tíma. Kosningabaráttan er löngu hafin og allt komið á fullt t.d. hjá Samfylkingunni sem löngu er farin að auglýsa meira að segja. En formaðurinn fetar í fótspor framsóknarmanna og er mætt skælbrosandi á Klörubar.

Samfylkingin virðist vera að læra af framsóknamönnum þá merkilegu lexíu að meira að segja fjarlægu slóðirnar skipti máli í kosningabaráttu. Athyglisvert.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Er Samfylkingarfólk ekki bara búið að komast að þeirri niðurstöðu að það borgi sig að hafa formanninn í fjarlægð?

Sigurður J. (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 01:36

2 identicon

Ingibjörg Sólrún var bara að hlaða batteríin á Kanarí. Hún gengur fyrir sólarrafhlöðum og umhverfisvænni er nú tæplega hægt að vera. Þar slær hún út alla pólitískussa. Ég bendi líka á að hún er ætíð með oss í anda, ef einhver saknar hennar sárlega, og líkamnast þar að auki á bloggi Péturs Gunnarssonar undir skammstöfuninni IG. Hún kom sem sólargeisli inn í líf mitt fyrir nokkrum árum og síðan hefur líf mitt verið fyllt hamingju og góðum prospektasjónum. Mig dreymir hana stundum á nóttunum, sérstaklega á vetrin, og þá segir hún ætíð sömu setninguna: "I am your mother!" Ég er ekki alveg búinn að átta mig á merkingunni.

Steini Briem (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 10:23

3 identicon

Það er yndislegt að Stebbi skuli hafa áhyggjur af Sollu. Hann skrifar miklu meira um hana en eigin formann sem gæti allt eins verið á tunglinu utan þjónustusvæðis svo horfinn er hann. Ef til vill er hann haldinn Sollusyndróminu sem þjáir marga Sjálf"töku"flokksmenn þessa dagana.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 10:47

4 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

langt geisp stebbi..........

Eggert Hjelm Herbertsson, 7.3.2007 kl. 16:16

5 identicon

Ætli ISG komi ekki heim á svipuðum tíma og Hannes Hólmsteinn hverfur af landi brott fram yfir kosningar...

Baldur (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband