Er Ingibjörg Sólrún runnin út á pólitískum líftíma?

ISGÞað er ljóst að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er búin að vera sem trúverðugur stjórnmálaleiðtogi fái flokkur hennar þann mikla skell sem sjá má í skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag eftir nærri tveggja ára formennsku hennar. Svo virðist sem aðeins pólitískt kraftaverk á næstu 60 dögum geti bjargað pólitískum ferli Ingibjargar Sólrúnar.

Það er greinilega mikil skelfing hlaupin á flokksmenn yfir stöðunni. Í dag var enda Árni Páll Árnason farinn að tala sem lúser í Silfri Egils, svo mikla athygli vakti. Sú staða að Samfylkingin, sem átti að verða pólitískt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn undir forystu Ingibjargar Sólrúnar, sé nú að mælast æ ofan í æ sem minni flokkurinn á vinstrivængnum og að festast sem 20-25% flokkur hlýtur að vera gríðarlegt pólitískt áfall fyrir flokk og formann. Samfylkingin er enda jafnstór Framsókn í kjörfylginu 2003 í Fréttablaðskönnun dagsins.

Það virðist vera sem að Ingibjörg Sólrún sé komin í sína erfiðustu pólitísku baráttu - kannski þá síðustu, hver veit? Orðrómur þeirra sem hvað mest hafa stutt Össur er klárlega með þeim hætti núna að fullreynt sé með Ingibjörgu Sólrúnu nái flokkurinn ekki góðri kosningu í þingkosningunum. Kannanir nú sýna vondu stöðu víða og hvergi mælist Samfylkingin með ásættanlega stöðu. Konurnar flýja flokkinn unnvörpum og þar er stanslaus flótti út. Það virðist vera uppgjöf komin innan Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún virðist vera í senn bæði að gefa eftir í málefnalegum átökum og sem leiðtogi. Stefnan virðist vera mjög flöktandi og þögnin er stingandi meðan að fylgið minnkar.

Ingibjörg Sólrún varð formaður fyrir tæpum tveim árum undir merkjum þess að flokkurinn væri ekki búinn að ná hæstu hæðum - hún væri sú hin eina rétta til að snúa við stöðu mála. Eftir að Össuri var hnikað til fyrir svilkonu sína hefur hinsvegar saga flokksins orðið hrakfallabálkasaga hin mesta og ekkert gengið upp. Ingibjörg Sólrún hefur fengið á sig táknmynd hins sigraða, þvert á það sem var á níu ára borgarstjóraferli hennar í Reykjavík. Hún virðist ekki fúnkera vel við þær aðstæður með blæ lúsersins á brá.

Það virðist að duga eða drepast fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. Hún er ekki öfundsverð af sinni stöðu eins og nú er komið málum. Flokkurinn er í frjálsu falli og hún sem átti að gera Samfylkinguna að leiðandi afli í takt við norræna jafnaðarmannaflokka er að mistakast ætlunarverkið, flokkurinn minnkar sífellt. Það stefnir í harða brotlendingu að óbreyttu. Hvað verður um flokk og formann í þeirri stöðu? Varla neitt kræsilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Páll Þórðarson

Er hún ekki bara að súpa seiðið af skítköstum út í allt og alla ? Málefnalegur rökstuðningur er orð sem ekki er til í hennar orðabók. 

Steingrímur Páll Þórðarson, 11.3.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Mér finnst verst fyrir konur í okkar ágæta landi ef þær yfirgefa okkar bestu og framsæknustu baráttukonu í kvenréttindamálum um lang árabil.Þær áttu kost á að gera konu í fyrsta sinn að forsætisráðhr.Nú elta þær væmnar yfirlýsingar róttækra VG kvenna í náttúrverndarmálum,sem enga stefnu hafa í atvinnumálum,bara einhver sprotafyrirtæki.

Fari svo að Samfylkingin komi illa út úr þessum kosningum,mun hún væntanlega ekki setjast í ríkisstjórn og verður þá greið leið fyrir VG að læða sér upp í bælið hjá íhaldinu.Langvinnur og sífelldur rógur íhaldsins um Ingibjörgu ætlar að nýtast vel fyrir VG,enda fagna þeir velgegni sinni á kosnað Samfylkingarinnar.Ég held að Ingibjörg muni aldrei leiða Steingrím upp í stól forsætisráðhr.það væri mjög óábyrgt m.a.varðandi þau verkefni,sem þjóðin stendur frammi fyrir í öryggis - og löggæslumálum og utanríkismálum almennt.Þó svo að Steingrímur njóti trausts í náttúruverndarmálum,þá eru hinar róttæku skoðanir hans á mörgum þáttum þjóðlífins víðsfjarri hagsmunum þjóðarinnar.

Kristján Pétursson, 11.3.2007 kl. 19:33

3 identicon

Stebba virðist hugnast betur að fá íhaldssaman fyrrverandi kommunista og kjaftask í samstarf. Ég hélt satt að segja að Stebbi vissi að það væri þjóðinni hollara að fá stjórn hófsamra miðjuafla frekar en öfgavinstrimann sem í þokkabót segist ætla að selja sig dýrt. Stebbi minn...veistu ekki hvað þetta gæti þýtt fyrir ásýnd og álit þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Ég hélt satt að segja að þú værir víðsýnni :-)

Jón Ingi (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 20:57

4 identicon

Það er fróðlegt að sjá pirringinn í "commentum" aðdáenda ISG hér að ofan.

Staðreyndin sem við blasir er sú, að það er frekar hroki og stærilæti Ingibjargar sem hefur reitt fylgið af henni og flokki hennar. Hér sannast hið fornkveðna enn og aftur að "Dramb er falli næst" .

Sjálfstæðismenn hafa bara bent á sannleikann og honum verðu hver sárreiðastur eins og sést af "commentum " fólks hér að ofan.

Vonandi kemst Samfylkingin aldrei í ríkissjórn. Sem betur fer minnka líkurnar á því daglega, þökk sé ISG.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 21:10

5 identicon

En hvað þá með Framsóknar-Jón og Adda Kitta Gau? Eiga þeir ekki líka að segja af sér? Jón verður ekki einu sinni kosinn á þing í vor. Hver á að verða æðsti strumpur hjá Framsókn þegar Jón er búinn að segja af sér? Ég veðja á sauðfjárhöfðingjann á Suðurlandi. Eftir því sem menn eyða meira fé í sauðfé, því vinsælli eru þeir í Framsókn og það toppar enginn 19 milljarða styrk frá fátækum skúringakonum, sem borga skatt eins og aðrir. Addi Kitta Gau er hins vegar Frjálsblindir, þeir eru tvíeinir, þannig að hann segir ekki af sér. Aftur á móti er Imba ekki Samfó, Steini er ekki Vinstri grænir og Hvell-Geiri er ekki Sjallar.


Vinstri grænir leggja áherslu á umhverfismál og þess vegna ætlar fólk, sérstaklega ungt fólk, að kjósa þá, ekki vegna þess að þeim finnst Steini sætari en Imba. Hún má ekki einu sinni halda pólitískan fund á Kanarí, og hlaða þar umhverfisvænu sólarrafhlöðurnar sem hún gengur fyrir, án þess að Sjallar og báðir Framsóknarmennirnir lýsi eftir henni í fjölmiðlum. Svo sárt sakna þeir hennar. Steini er líka ærið kvenlegur og dugar vel til allra verka, bæði innan stokks og utan. Don't worry, be happy!  

Steini Briem (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 21:18

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það verður ekki félegt ef Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram með kúgaðan kvennaflokk innanborðs sem komast ekkert áfram nema með samþykki karlmanna og klíkuskaps sem m.a. felst í ættartengslum o.þ.h. Enda má sjá flótta kvenna úr flokknum sem ekki hafa notið sannmælis vegna kynjamismununar en ekki vegna hæfileikaskorts!

Fá höfuð eru næm fyrir glóðum elds.

Edda Agnarsdóttir, 11.3.2007 kl. 21:30

7 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Mér finnst einmitt þessi "comment" mjög lýsandi hjá Samfylkingarfólki er viss um að það sé ein af ástæðum þess hvað illa gengur að sannfæra kjósendur um ágæti ykkar. Það mætti halda að ykkur finnst við kjósendur vera of heimskir til að kjósa ykkur í staðinn fyrir að kannski líta í eigin barm og vinna harðari höndum að sannfæra okkur að kjósa ykkur.

Gæti t.d. verið að þið eruð ekki nógu áhveðin í þeim málaflokkum sem er kjósendum næst? Afhverju er afstaða ykkar sem virðist svo skýr í ykkar huga svona óskýr í hugum margra kjósenda? Er það vegna þess að við erum svona heimsk eða hafið þið ekki staðið ykkur í kynningu á ykkar málum. Hver er ástæðan fyrir því að aðeins 20% ætla að kjósa ykkur í könnunum? Af því að ISG er sett í einelti? Hmmm ekki sannfærandi.

Það vilja margir hófsama stefnu í stjórnmálum en þið eruð ekki að grípa það fylgi. Hvers vegna? Það er spurning sem þið verðið að spyrja ykkur.

Kristján Kristjánsson, 11.3.2007 kl. 21:42

8 identicon

Are you talking to me? Ég hef kvensama stefnu í stjórnmálum og hún er engan veginn hófsöm. Því meira kvenfólk, því betra. Komi þær sem koma vilja.

Steini Briem (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 22:35

9 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það sem samfylkinguna vantar er stefnuskrá um td,sjávarútvegsmál,innflytjendamál og fleira.

Georg Eiður Arnarson, 11.3.2007 kl. 22:43

10 identicon

Stefnan í sjávarútvegsmálum er kvótinn til fólksins og í innflytjendamálum er hún enginn kvóti á fólki. Nóg er nú til af stefnunum en sumir þurfa náttúrlega stefnuljós og jafnvel stefnuvotta til að átta sig á því hver stefnan er.

Steini Briem (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 23:07

11 identicon

Ég heiti Samfylking og kenna á því fæ,
klukkan sjö á morgnana er mér dröslað niðrí bæ,
enginn tekur eftir þó að heyrist lítið kvein,
Imba þarf að vinna en er orðin alltof sein.


Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
Imba er svo stressuð en þó mest á sjálfri sér.


Svo inn í grunnskólann mér dröslað er í flýti,
mig sárverkjar í handleggina eftir Imbu tog.
En þar drottnar Össur með ótal andlitslýti,
eins og hann hafi fengið hundrað þúsund flog.


Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
eitt er víst, hún Imba ræður öllu hér.


Bráðum verð ég sjö ára en það er fyrsta maí,
daginn þann ég dröslast alein niðrí bæ,
enginn tekur eftir þó ég hangi þarna ein,
Imba með kröfu um forsætið en er orðin alltof sein.


Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin,
eitt er víst, hún Imba ræður öllu hér.

Steini Briem (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 03:00

12 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Skrítið að lesa athugasemdir þeirra hér að ofan sem tala mest um rógburð sjálfstæðismanna á ISG. Ef minni mitt svíkur mig ekki þá man ég ekki betur en að fyrir síðustu kosningar hafi Samfylkingin, með hjálp Fréttablaðsins haldið úti ógeðslegustu rógsherferð sem haldin hefur verið í íslenskri pólitík gagnvart Davíði Oddssyni. allt var leyfilegt til að koma Ingibjörgu í stól forsætisráðherra. en sem betur fer sáu kjósendur í gegnum þetta skítkast.

Guðmundur H. Bragason, 12.3.2007 kl. 11:36

13 identicon

Ef hún gerir ekki betur en Össur þá er þetta búið hjá henni, hversvegna, jú hún taldi sf-fólki trú um að hún gæti gert betur en Össur og náð flokknum jafnstórum ef ekki stærri en Sjálfstæðisflokknum. xd.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 11:52

14 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Steingrímur Páll: Jú, það gæti einmitt verið tilfellið.

Kristján: Já, þetta eru merk tíðindi að konur vilji ekki styðja Ingibjörgu Sólrúnu. Þetta verða ein af stærstu tíðindum kosninganna að óbreyttu. Er sammála þér með að ISG mun ekki gera SJS að forsætisráðherra, en þá ertu líka að segja að engin verði vinstristjórnin falli þessi stjórn og VG yrðu stærstir. Þeir myndu enda aldrei gefa eftir forsætið til ISG í slíkri stöðu.

Jón Ingi : Ég hef hvergi sagst vilja samstarf D og VG. En það liggur beinast við ef marka má Fréttablaðskönnunina. Ef úrslit fara á þann veg er það vilji þjóðarinnar að þessir tveir flokkar fari saman í samstarf eða láti allavega fyrst á það reyna. Sjálfur hef ég gagnrýnt VG hér, t.d. vegna netlöggunnar svo að enginn lofsöngur hefur hér verið um VG svosem. Þetta verður allt bara að ráðast.

Arndís: Staða mála er einföld. ISG er að missa fylgi sem forsætisráðherraefni og flokkurinn dalar. Konur virðast vera að snúa baki við henni. Þetta er bara það sem allar skoðanakannanir nú segja okkur. Það er ekkert flókið mál. Er alveg handviss um að vinstrimenn væru á fullu að skrifa gegn Geir Haarde væri Sjálfstæðisflokkurinn að mælast með allt að tólf prósent minna fylgi nú en í kosningunum 2003. Staðan er ekkert flókin og ég veit ekki betur en að allir stjórnmálaspekúlantar séu farnir að velta því fyrir sér hvað gerist ef Samfylkingin floppar stórt undir formennsku ISG, sem nú stefnir í skv. öllum könnunum.

Kári: Mjög gott innlegg þetta.

Steini: Nái Jón ekki inn á þing og verði ekki ráðherra er hann landlaus. Þá verða formannsskipti í Framsókn, tel það blasa við. Enda hef ég spáð því hér í fjölda pistla. Annars hafa flokksmenn í SF borið svo miklar væntingar til ISG og því eru vonbrigði þeirra skiljanleg og bein reiði er mikil greinilega er bent er á hversu rosalega hún er að floppa. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir þá sem töldu hana sterkan leiðtoga að sjá hvernig er að rætast úr forystu hennar. Hún virðist engan samhljóm eiga með landsmönnum. Þetta sést könnun eftir könnun.

Edda: Veit ekki betur en konum hafi verið hafnað um allt innan Samfylkingarinnar. Ekki völdu þeir Láru Stefánsdóttur í öruggt þingsæti fyrir sig hér, engin kona kom í topp þrjú hjá SF í Suðrinu í stað Möggu Frímanns og Önnu Kristínu var hafnað fyrir Guðbjart og Karl V. Í ofanálag var Gunnar Svavarsson frekar valinn kjördæmaleiðtogi í Kraganum en reynd þingkona á borð við Þórunni Sveinbjarnar. Nú nýlega var svo Ellert Schram hækkaður í Reykjavík á kostnað Valgerðar Bjarnadóttur. Staða kvenna innan SF er ekki góð og hefur versnað stórlega frá síðustu kosningum.

Kristján: Virkilega gott og vel skrifað komment.

Guðmundur: Algjörlega sammála hverju orði. Gott hjá þér að minna vel á þetta.

Óðinn: Tek undir þetta.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.3.2007 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband