Kuldaleg örlög

krossÞað er mjög stingandi að heyra fréttir af því þegar að fólk finnst látið í íbúð sinni - það deyji eitt og yfirgefið og finnist kannski fyrir einskæra tilviljun. Þessi frétt af hinni bandarísku frú Bock slær þó ansi margt út. Hún dó ein í íbúð sinni, fyrir heilum fjórum árum. Hafði verið týnd vissulega en einhvernveginn hafði engum snillingnum dottið í hug að hún hefði hreinlega dáið heima og væri þar niðurkomið. Ekki hefur nú rannsóknin á meintu hvarfi hennar verið mjög fagmannleg skyldi maður ætla hreinlea.

Það hlýtur að vera ömurlegt hlutskipti að vera einn og yfirgefinn á dauðastundinni. Maður einhvern veginn fyllist dapurleika og máttleysi við að lesa fréttir af því að fólk finnist eftir að hafa verið látið í vikur jafnvel. Hef hugsað talsvert um þetta þegar að við fáum fréttir af slíku hér heima á Fróni. Þetta er oftast nær fólk sem á enga að og lifir eitt sínu lifi, og deyr eitt skiljanlega. Mér finnst það einhvernveginn vera mikilvægt að fólk eigi einhverja að og geti lifað glatt við sitt og hafi notalegan félagsskap í gegnum lífið.

Það er skelfilegt að skynja það að til er fólk í samfélaginu okkar sem er eitt og yfirgefið og deyr án þess að eiga engan að. Svona nokkuð gerðist hér heima meira að segja um jólin. Það er sérlega napurlegt að fólk sé látið í íbúð sinni öll jólin og enginn taki eftir neinu. Er kærleikurinn og ástúðin almennt svo lítill orðinn að til sé fólk sem upplifi jafnvel eitt og yfirgefið jólahátíðina? Það er stórt spurt, en oft verður fátt um svör.

Mér finnst þetta staðfesta breytingar á samfélaginu. Við erum orðin of upptekin af okkur sjálfum til að gefa okkur. Eða þetta er allavega eitthvað sem leitar á hugann minn. Það er varla annað hægt en hugsa eitthvað við svona fréttir, hvort sem þær koma héðan af Fróni eða utan úr heimi.


mbl.is Fannst á heimili sínu eftir að hafa verið týnd í fjögur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Margir deyja nú einir og það án þess að vera einstæðingar, geta t.d. fengið hjartaslag einir heima. En hvað er hægt að gera þegar gamalt, eða ungt fólk, er ekki  í neinum mannlegu tengslum. Sllík tengsl skapast af sjálfu sér, vinir og ættingjar eru meira og minna í sambandi og því gerast ekki svona atburðir nema örsjaldan. Einhverjar sérstakar aðstæður í lífi viðkomandi hljóta að vera fyrir hendi. Sumt fólk lokar sig beinlínis af. Ég held að svona atburðir, afar sjaldgæfir í raun og veru, séu ekki bending um neitt nema það að sumt fólk nær ekki sambandi við annað fólk af einhverjum ástæðum. Og slík tengsl er ekki hægt að búa til af t.d. neinu velferðarkerfi. Þau skapast milli fólks í lifandi kynnum, líka hjá gömlu  fólki. Ég held að svona atburðir séu einstaklingsbundnir en ekki spegilmynd samfélagsástandsins í heild. Þetta er bara ein af sorgarsögum mannlegrar tilveru. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.3.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að þetta spegli eimitt viðhorf samfélagsins.  Eldra fólk hefur misst það hlutverk að mestu sem það hafði t.d. þegar ég var að alast upp.  Þetta gerðist æði oft í Svíþjóð þegar ég bjó þar, að fólk fannst látið eftir mislangan tíma, í einsemd og ekki nokkur sála hafði það á könnu sinni að líta til með þeim.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2007 kl. 18:38

3 identicon

Já, hvert er sjálfskaparvítið í Hólunum? Margir lífeyrisþegar, bæði elli- og örorku-, búa einir og kjósa það. Þessir þjóðfélagshópar verða sífellt stærri og stefnan verður sú að aðstoða þá í heimahúsum, ef það er hægt, í stað þess að byggja stórhýsi út um allar koppagrundir undir ellismelli. En þótt margir búi einir og kjósi það, er ekki þar með sagt að þeir geti ekki mjög oft verið einmana. Ég á gamla frænku á Dalvík sem er oft einmana en hún kýs það að sjálfsögðu ekki, enda þótt hún kjósi að búa ein og heima hjá sér. Það kýs enginn að vera einmana. Það er ekki eðlilegt ástand og kostar oft lyfjagjöf og fleira vegna þunglyndis.


Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem kjósa að búa einir, þurfa því á heimsóknum að halda. Annars vegar frá ófaglærðu fólki, ef þeir samþykkja það, til dæmis námsmönnum sem tækju að sér að heimsækja lífeyrisþega, eins og þeir heimsækja núna krakka í Mentor-verkefninu vináttu þar sem kennaranemar og aðrir stúdentar heimsækja skólabörn vikulega. Og hins vegar frá faglærðu fólki, til dæmis félags-, sál- og hjúkrunarfræðingum. Á móti sparast stórfé með betri andlegri og líkamlegri heilsu, minni og réttari lyfjagjöf, færri hjúkrunarheimilum og minni sjúkrahússlegu, auk þess sem sjálfsvígum fækkar.    

Steini Briem (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband