Undurfögur skýjahöll

Skýjahöll yfir Vík Ein mynd getur sagt meira en mörg orð í sjálfu sér - verið sjálfstæð frásögn með frétt. Enda er fréttaumfjöllun litlaus án mynda, blöðin væru þurr og slöpp án mynda og svipmikil fréttamynd í sjónvarpi af tímamótaviðburði gæti orðið eftirminnilegri en löng frásögn fréttamanns.

Sjálfur hef ég mjög gaman af myndum. Set oftast myndir með skrifunum hér, oft myndir sem segja stundum ekki síður meira en frásögnin. Það eru oft myndir sem vekja athygli lesandans áður en hann les skrifin. Þannig á það nefnilega að vera að mínu mati. Sterk mynd skiptir jú alltaf máli.

Þessi fréttamynd af skýjahöllinni í Vík í Mýrdal er virkilega falleg. Hún fangar athyglina allavega um leið, flott sjónarhorn og fullkomin veðurmynd. Enda ekki furða að hún væri verðlaunuð. Veðurmyndirnar eru ansi margar fallegar og það eru margir áhugaljósmyndararnir sem festa eftirminnileg augnablik í náttúrunni, augnablik veðurfarsins, á filmu. Það sást vel í ljósmyndasamkeppni Stöðvar 2 t.d. á síðasta ári.

mbl.is Skýjahöll yfir Vík í Mýrdal valin mynd ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það hefur löngum verið fallegt í Mýrdalnum.

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.3.2007 kl. 07:49

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, það er sko heldur betur fallegt þar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.3.2007 kl. 08:10

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Setti þessa mynd á síðuna mína líka hehe, við höfum auga fyrir flottum hlutum

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2007 kl. 12:56

4 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Ein spurning til ykkar, Stefán og Ásdís, sem settuð þessa mynd á bloggið ykkar... Greidduð þið höfundarréttarlaun af birtingunni? Eða fenguð þið leyfi myndhöfundar?

http://www.myndstef.is/isl/gskra/11.html

Hallgrímur Egilsson, 25.3.2007 kl. 13:55

5 identicon

Já, færslurnar þínar eru flott uppsettar, vel skrifaðar og fallega myndskreyttar, Stebbi minn. Eru þetta ekki bara Græningjarnir, allir litlu kallarnir, mættir utan úr geimnum?! Blink blink!  

Steini Briem (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 14:07

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Svar til Hallgríms. Nei ég bað ekki um leyfi, en þar sem myndin var á fréttasíðu, taldi ég að frekari dreyfing hennar væri ekki bönnuð, ef svo er verð ég að athuga minn gang. takk fyrir ábendinguna

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2007 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband