Þjóðarsorg í Bandaríkjunum

George W. Bush Þjóðarsorg er í Bandaríkjunum eftir fjöldamorðin í tækniháskólanum í Blacksburg í Virginíu í dag. 32 voru skotnir til bana og um 30 voru særðir. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í kvöld þjóðina frá Hvíta húsinu. Það var mjög athyglisvert að sjá það í beinni útsendingu. Er um að ræða eins og fyrr sagði hér í kvöld skelfilegasta byssuvíg í sögu Bandaríkjanna.

Bush gerir hið sama og Bill Clinton fyrir átta árum í kjölfar fjöldamorðsins í Columbine; hann ávarpar þjóð í skugga áfalls. Það er reyndar mjög merkilegt að lesa fréttavefsíður vestan hafs á þessu kvöldi eftir ávarp forsetans. Þetta er áfall heillar þjóðar eins og gefur að skilja. Mér fannst ávarp forsetans vel flutt, hann orðaði hlutina vel og með viðeigandi hætti og það er auðvitað hið eina rétta í skugga svona skelfilegs voðaverks að þjóðhöfðinginn komi fram. Þetta er mikið áfall fyrir bandarískt samfélag, það blasir við öllum.

Það er sagt í fréttum að borin hafi verið kennsl á byssumanninn. Það verður fróðlegt að sjá sögu þessa voðaverknaðar birtast. Ástæða þessa alls er á flökti en mun fyrr en síðar verða öllum ljós. Það er reyndar skelfilegt að heyra af þessu. Það að þetta gerist í friðsælum skóla er harmleikur og risavaxinn skali þessarar aftöku á fólki skelfir fólk, ekki bara í Bandaríkjunum, heldur um allan heim. Enginn vafi verður á því að saga þessa voðaverks mun greypast í minni fólks og verða tilefni bókaskrifa og hugleiðinga.

Það eru átta ár á föstudaginn frá fjöldamorðunum í Columbine. Það var skelfilegt voðaverk. Ekki síður man ég eftir öðrum óhugnaði; fjöldamorðunum í íþróttasalnum í skólanum í Dunblane í Skotlandi í mars 1996. Það var voðaverk sem enn hvílir sem mara yfir samfélaginu þar. Það tekur rosalega langan tíma að vinna sig út úr svona dimmum dal sem þessu fylgir. Öll vitum við um sögu þessara voðaverka beggja. Þeir sem vilja lesa um það bendi ég á tenglana hér ofar.

Þetta er dimmur dagur í bandarískri sögu. Þetta er fjöldamorð af gríðarlegum skala og það mun taka langan tíma fyrir margt fólk að vinna sig frá þessu. Þetta er áfall heillar þjóðar - mér fannst forseti Bandaríkjanna tala vel til þjóðar sinnar í kjölfar þessa voðaverks.

mbl.is Lögregla telur sig hafa borið kennsl á árásarmanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Ágæt grein hjá Ágústi Hirti Ingþórssyni á blogsíðu hans vegna þessa hörmulega máls.  http://ahi.blog.is/blog/agusthjortur/entry/179555/

kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 17.4.2007 kl. 00:49

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka þér fyrir ábendinguna Sveinn.

Ég er ósammála þér Steini. Þetta hefur gerst fyrir valdaferil Bush og hefur gerst í öðrum löndum, gott dæmi er einmitt Dunblane í Skotlandi. Það verður að horfa í eitthvað allt annað en til persónu forsetans. Þetta er annar vandi, enda er þetta ekkert einsdæmi eða eitthvað sem sprottið hefur rótum bara á valdaferli hans. Finnst frekar lágkúrulegt að talað sé um Bush í þessu samhengi og er ekki sammála því.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.4.2007 kl. 01:27

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er óhuggulegt Stebbi svo óhuggulegt að það fer hrollur um mann.

Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um byssueign.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.4.2007 kl. 02:20

4 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Hefði ekki verið brilljant hjá amlóðanum að nota tækifærið og hvetja til hertari löggjafar...?   

Það hefur lengi verið cozy samband milli NRA og Repúblíkana. Maður styggir ekki atkvæðin sín, ekki satt? Þau gætu flogið í burtu...

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 17.4.2007 kl. 04:05

5 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

(Reuters) -- At least 33 people were killed at Virginia Tech Monday in the deadliest campus shooting in U.S. history, but such incidents have occurred at schools and universities elsewhere in the world. Here is a list of some from recent years:December 1989, Canada: Marc Lepine, 25, stormed Montreal's Ecole Polytechnique, killing 14 women. Four men and eight other women were injured before Lepine turned the gun on himself.March 1996, Britain: A gunman burst into an elementary school in Dunblane in Scotland and shot dead 16 children and their teacher before killing himself.March 1997, Yemen: A man with an assault rifle attacked hundreds of pupils at two schools in Sanaa, killing six children and two other people. He was sentenced to death the next day.June 2001, Japan: Mamoru Takuma, armed with a kitchen knife, entered the Ikeda Elementary School near Osaka and killed eight children. Takuma was executed in September 2004.February 2002, Germany: In Freising, in Bavaria, a former student thrown out of trade school shot three people before killing himself. Another teacher was injured.April 26, 2002, Germany: In Erfurt, eastern Germany, a former student opened fire at a high school in revenge for being expelled. A total of 18 people died, including the assailant.

September 2004, Russia: At least 326 hostages -- half of them children -- died in a chaotic storming of a school in Beslan after it was seized by rebels demanding Chechen independence

kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 17.4.2007 kl. 09:22

6 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Þetta er kannski ekki Bush að kenna, en Bush er hinsvegar, eins og Steini sagði, fylgjandi skotvopnaeigu almennings.

Steinn E. Sigurðarson, 17.4.2007 kl. 09:53

7 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Einnig vil ég benda á að þessi listi hjá Sveini er áhugaverður, þar sem ekki er minnst á eina einustu svona skotárás í bandaríkjunum.

Stutt vafr leiddi í ljós þennan lista;

(Látum hann hefjast bara á þessu í Montreal Polytechnic, eins og hinn!)

Ég boldaði þær árásir sem áttu sér stað í bandaríkjunum, þarna neðst er einmitt umrætt fjöldamorð gærdagsins.

Staðreyndin er sú að þungamiðja umræðunnar verður auðvitað að snúast um skotvopn, en þau eru stórhættuleg í höndum óstöðugs fólks -- þangað til við komum endanlega í veg fyrir óstöðugt fólk, finnst mér ekki bara eðlilegt að takmarka aðgengi að skotvopnum, heldur nauðsynlegt. 

Steinn E. Sigurðarson, 17.4.2007 kl. 10:04

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Komma-kjaftar gapa mikið núna !

Það er merkilegt, að íslendskir kommúnistar skuli vera svona fyrrtir öllu velsæmi. Þeir nota sorgar-atburði, eins og morðin í Virginíu, til að kasta skít að fremsta lýðræðisríki heims og forseta þess. Þessi framkoma er einkenni skrílsins og fylgir kommúnistum, eins og skugginn. Erfitt er að greina, hvorir eru meiri hrakmenni, kommúnistar eða synir Allah.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.4.2007 kl. 10:22

9 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Bið fólk að tempra sig vel niður - Loftur þetta er framhjárskot: Kommúnistar, kapítalistar... Bush er líka illa valið skot - dugar ekki sem svar.  Rót vandans er margþætt og of mikil byssueign er stór hluti vandans vissulega.  Hasar umræða skilar engu og stóridómur er ekki til - sorrý!

Listinn sem ég birti er til að endurspegla að þetta gerit víðar en í USA þó tíðnin þar sé mest og það kemur allsstaðar rækilega fram.  Það gleymist að þetta er því miður vandamál sem hefur komið alltof oft. upp Ég tek ekki að mér að afsaka fjöldamorðingja né bera saka fólk sökum eða hef nokkkurn áhuga á að flækja málin.  Stóryrtar yfirlýsingar þjóna engum tilgangi. Þær eru sagðar í hita leiksins.

Verst er þó að lenda í svona og  fórnarlömb morða borga fyrir með lífi sínu. 

kær kveðja

Sveinn Valdimar Ólafsson, 17.4.2007 kl. 11:52

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Mér finnst það frekar ömurlegt að sjá að menn benda á hvorn annan og reyna að fara að koma þessu upp í rifrildi með og á móti Bandaríkjunum. Hefur nákvæmlega ekkert upp á sig. Þetta hefur gerst í Bandaríkjunum áður, en aldrei af svona vondum skala, og ennfremur í löndum utan Bandaríkjanna. Þetta er bara harmleikur og svona nokkuð er ekki og mun ekki verða bundið bara við eitt land. En ég vil þakka Sveini og Steini góða lista og ábendingar að auki því sem ég hafði þegar bent á. En þetta tilfelli er þess eðlis að það er mun stærra og umfangsmeira en svo að það verði kennt við einn forseta eins lands.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.4.2007 kl. 14:40

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hver er vandinn ?

Að mínu mati er vandinn ekki mikil byssueign. Þessi morðingi í Virginíu hefði til dæmis alltaf getað náð í byssu eða annað morðvopn. Vandamálið er annað og bundið viðhorfi til viðfangsefna og vandamála, sem fólk er alltaf að glíma við.

Ég vil taka fram, að ég er ekki talsmaður óheftrar byssueignar. Hins vegar, verðum við að hafa skilning á þörf fólks að verja sig, í þeim þjóðfélögum þar sem vargöld ríkir. Við getum ekki tekið eingöngu mið af eigin kringumstæðum.

Vandamál margra þjóðfélaga er skortur á virðingu fyrir öðru fólki og dýrum. Maðurinn ætti að vera verndari dýralífs, en ekki ógnvaldur. Virðing fyrir öðru fólki verður að byggja á öðru en ótta við lögreglu og refsivönd laganna.

Afstaða þjóðfélaga til dýraverndar endurspeglar almennt siðferði. Þeir sem vaða um lendur, drepandi allt dýralíf sem fyrir verður, eru líklegir til að leysa sín persónulegu vandamál á hliðstæðan hátt. Íslendskt þjóðfélag er ekki fremra öðrum, hvað miskunnsemi gagnvart dýrum og mun uppskera í samræmi við það.

Þessi dráps-ómenning kemur einnig fram í því kvikmyndaefni og tölvuleikjum sem boðið er uppá og leyft er. Fáir hreyfa mótmælum við drápsefni og heimsóknir í sláturhús, virðist einkar vinsælt efni í fréttatímum. Hins vegar verður allt vitlaust, ef fólk sést eðla sig í kvikmyndum.

Ef mér skjátlast ekki, er kynhvötin forsenda lífsins og drápið andstæða þess. Er ekki ástæða til að við tökum úr bakk-gírnum og höldum fram á leið, að við fögnum lífinu og höfnum dauðanum?

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.4.2007 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband