Bloggið hennar Ellýjar slær í gegn

Það leikur enginn vafi á því þessa dagana að Ellý Ármannsdóttir, þula, eigi vinsælasta blogg landsins nú um stundir. Hún er með um helmingi meiri lestur á viku en næsti bloggari hér á Moggablogginu og virðist hækka með degi hverjum og fá um eða yfir 10 þúsund lesendur á dag. Hún virðist hafa náð algjörum topp hér í bloggkerfinu okkar og toppar meira að segja vinsældir Steingríms Sævarrs meðan að hann skrifaði hér.

Ég er ekki í vafa um að önnur efnistök Ellýjar hér veki athygli og það er greinilegt að fólk vill lesa af miklum áhuga. Ég vil óska Ellýju til hamingju með góðan árangur á blogginu og vona að hún haldi áfram að skrifa á fullu.

mbl.is Ellý segist hissa á hvað bloggið hennar er vinsælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Það er svona með ykkur karlana. þið ,,Bloggið". ykkar fegursta þegar við konurnar lítum vel út!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 4.5.2007 kl. 19:18

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

þetta eru pælingar útfrá stöðu mála miðað við síðustu  skjoðanakannanir Ægir. auðvitað er þetta fræandi en ekki hvað? Þú ert alltof viðkvæmur drengur

Guðmundur H. Bragason, 5.5.2007 kl. 01:46

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Guðrún Magnea: Já, sennilega :)

Ægir: Þeir lesa sem vilja. Þetta er listi byggður á skoðanakönnunum en ekki óskum mínum. Þannig að ég skil ekki þetta blaður í þér, sem mér finnst þetta komment vera.

Guðmundur: Takk fyrir góð orð.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.5.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband