Reykjavík norður

Kosningar 2007 Það eru aðeins þrír dagar til alþingiskosninga. Í kosningaumfjöllun dagsins á sus.is er haldið áfram að fjalla um kjördæmin. Í dag er fjallað um Reykjavíkurkjördæmi norður. Farið er yfir stöðu mála í kjördæminu; úrslit síðustu kosninga, sviptingar í stjórnmálum á kjörtímabilinu og í aðdraganda þessara þingkosninga. Ennfremur er fjallað um frambjóðendur, um mörk kjördæmisins og komið með fróðleiksmola.

Reykjavíkurkjördæmi norður er eitt fjölmennasta kjördæmi landsins. Það nær yfir norðanverða Hringbraut, gömlu Hringbraut, Miklubraut, Vesturlandsveg og Kjalarnes. Reykjavík norður er helmingur höfuðborgarinnar og er því að upplagi mynduð í kjördæmabreytingunni árið 2000 úr Reykjavíkurkjördæmi. Eina breytingin var þó sú auðvitað að borginni var skipt upp í tvö kjördæm til að jafna vægi atkvæða umtalsvert.

Á kjörtímabilinu hafa þingmenn kjördæmisins verið 11 talsins; níu kjördæmasæti og tvö jöfnunarsæti. Á því verður engin breyting í kosningunum þann 12. maí.

Umfjöllun um Reykjavíkurkjördæmi norður

Ég vil þakka lesendum þessara pistla kærlega fyrir góð orð um þá til mín í póstum. Met það mikils. Þess má geta að þessir pistlar voru allir samdir fyrir um tíu dögum en hafa verið í vinnslu svosem til enda og birtingardags. Það er ánægjulegt ef einhverjir hafa gagn og gaman af þessari samantekt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Páll Sigurðsson

Blessaður og takk fyrir ágæta úttekt. Vildi hins vegar benda á að þú hefur sett Álfheiði í annað sætið hjá VG í Reykjavík norður en það er hins vegar upptekið af Árna Þór Sigurðssyni. Álfheiður getur haft það notarlegt í öðru sætinu í Rvk-S, þar er enginn að þvælast fyrir henni...

Takk annars fyrir almennt góðar pælingar.

kv.

Sigurður Páll Sigurðsson

+45 22167945

Sigurður Páll Sigurðsson, 9.5.2007 kl. 20:01

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir ábendinguna og góð orð um vefinn.

Ég notaði vitlausan lista við skrifin og þar hafði einhverra hluta vegna nöfnum Álfheiðar og Árna Þórs slegið saman. Lagaði þetta áður en ég sá ábendinguna þína en vil svo sannarlega þakka þér fyrir að kvitta með hana.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.5.2007 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband