2 dagar: pælingar um stöðuna í Norðaustri

Það virðist vera að stefna í mest spennandi þingkosningar um árabil nú um helgina. Kannanir segja margar sögur að því er virðist og erfitt að segja til um hverju skal trúa. Hér í Norðausturkjördæmi fáum við ekki úr þessu hreinar kjördæmakannanir með afgerandi hætti, en höfum séð vísbendingar um hvað mögulega getur gerst á laugardag með niðurbroti úr landskönnunum. Þær segja einhverja sögu en sýna varla heildarmyndina með afgerandi hætti. Það er því eflaust svo að hver trúir því sem best lítur út fyrir sinn flokk og vonar auðvitað hið besta.

Mér finnst þessi kosningabarátta hafa verið mjög litlaus. Hér hefur mesti þunginn verið síðustu tíu dagana og mesti sýnilegi hitinn. Baráttan náði loks hámarki með framboðsfundinum í Sjallanum á mánudag. Þar var talað um málefnin af krafti og leiðtogarnir spurðir vítt og breitt um helstu málin. Þar kom svosem fátt nýtt fram, en áhugavert var að heyra mat leiðtoga og annarra frambjóðenda á því sem mestu máli skiptir. Aðrir þættir í sjónvarpi úr kjördæminu hafa líka verið spennandi innsýn í áherslupólitík flokkanna sex.

Það var ánægjulegt að sjá hversu vel var mætt á fundinn hér á Akureyri um daginn. Fundaformið klassíska hefur að sögn látið á sjá. Það má kannski til sanns vegar færa víða, en fundurinn á Akureyri var fjölmennur og þar var tekist á af krafti, enda hafa flokkarnir ólíka sýn á lykilmálin sum. Sérstaklega hvað varðar atvinnumál og einkum hvaða framtíð eigi að verða við Húsavík. Það blasir við.

Hinsvegar er merkilegast að sjá að í sumum málum er samhljómur nokkur, kannski ekki algjör en meiningarmunur á afstöðu. En grunnmálin sem mestu skipta eru samgöngu- og atvinnumál. Enginn er á móti bættum samgöngum en atvinnumál er málaflokkur sem misjöfn sýn ríkir víða á. Það hefur sést vel, t.d. í kosningaþætti að austan sem ég hef áður minnst á.

Það er framundan síðasti dagurinn í kosningabaráttunni. Örlögin ráðast brátt og innan skamms verður ljóst hverjir verða valdir af íbúum Norðausturkjördæmis sem talsmenn þeirra á Alþingi. Það eru aðeins rúmir 30 klukkutímar þar til að kjörstaðir opna og innan við tveir sólarhringar í fyrstu tölur.

Það verður áhugavert að sjá hasarinn hér á Akureyri á morgun lokadaginn mikla í kosningabaráttunni, sem ber nafn með rentu, enda er 11. maí lokadagur í orðsins fyllstu merkingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Rúnar Pálsson

Sæll Stefán og þakka enn og aftur greinargóðan pistil. Það er orðið jafnnauðsynlegt að koma hér inn og lesa dagblöðin á morgnanna!

Varðandi hið stóra mál sem er stóriðja á Bakka við Húsavík, að þá er ekki spurning að vænlegast er fyrir kjósendur að velja Framsókn á kjördegi ef það vill  þá framkvæmd. Tel að það sé afar brýnt að af þessari framkvæmd verði hér á Norðausturhorninu. Kemur til með að hafa gríðarleg jákvæð áhrif á svæðið, á og í kringum Akureyri og þá ekki minni í Þingeyjarsýslum.  Framsókn hefur verið í forustu fyrir þessu máli og mikilvægt að svo verði áfram. Brýni Akureyringa eindregið til að veita Framsókn og Höskuldi Þórhallssyni brautargengi á morgun.

Með kveðju

Jóhann Rúnar Pálsson, 11.5.2007 kl. 07:59

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góð orð um vefinn Jóhann Rúnar og að lesa hann.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.5.2007 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband