Ragnheiður hættir sem bæjarstjóri í Mosó

RR Það kom fram fyrir stundu að Ragnheiður Ríkharðsdóttir muni hætta fljótlega sem bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Það kemur ekki að óvörum, enda ljóst að Ragnheiður væri að yfirgefa bæjarmálin með þessu framboði. Það var reyndar þegar samið um það við upphaf kjörtímabilsins að Ragnheiður hætti sem bæjarstjóri í síðasta lagi um næstu áramót. Þau skipti verða nú fyrr. Væntanlega verður Haraldur Sverrisson, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins, nýr bæjarstjóri.

Eins og kom fram hér á vef mínum í gærkvöldi tel ég Ragnheiði mjög góða viðbót við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Það er mjög mikið gleðiefni að sjá glæsilegan kosningasigur Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Þar bætir Sjálfstæðisflokkurinn við því þingsæti sem bættist við í kjördæminu. Í stað fjögurra kjördæmasæta í kosningunum 2003 fékk Sjálfstæðisflokkurinn fimm og náði jöfnunarsætinu auk þess. Það er reyndar skondið að Ragnheiður Ríkharðsdóttir er eini jöfnunarþingmaður Sjálfstæðisflokksins í þessum kosningum.

Ég fer ekki leynt með það að innkoma Ragnheiðar sé gleðileg fyrir flokkinn. Hún markar sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins í Kraganum og það að átta konur sitja á þingi í nafni Sjálfstæðisflokksins. Enginn flokkur hefur fleiri konur á þingi eftir þessar þingkosningar. Reyndar er það þó áfall að konum fækkar milli kosninga, rétt eins og gerðist reyndar vorið 2003.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband